Vikan - 20.12.1994, Qupperneq 82
, LITRIK LIST
AJOLUNUM
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR / UÓSMYNDIR: HREINN HREINSSON
A „jólatrénu", sem er ekki með
heföbundu sniði, má sjá jólapakka
og lítil jólatré sem Sigríður hefur
gert, stærri glertrén, bjöllurnar, epl-
in og stjörnurnar eru verk Ásrúnar
og leirfígúrur eftir Auði. Undir trénu
eru jólapakkar vafðir í heimatil-
búinn jólapappír og gömlum dag-
blöðum, máluðum í jólalegum litum.
Þessi
snjókarl
eftir
Sigríöi
myndi
sóma sér
vel í
glugga.
amir undir trénu eru ekki
vafðir í hefðbundinn jóla-
pappfr heldur ósköp hvers-
dagsleg dagblöð, sem Ása
María hefur sjálf málað og
skreytt. Jólaböndin eru úr
basti!
Þrjár listakonur eiga heið-
urinn að skrautinu á trénu,
þær Ásrún Aðalsteinsdóttir
sauðfjárbóndi í Bárðardal,
Sigríður J. Sigurðardóttir,
sem vinnur hjá Tölvumiðiun í
Reykjavík, og Auður Ólafs-
dóttir myndmenntakennari í
Hagaskólanum. Auk þess
birtum við myndir af jóia-
stjökum eftir Elínborgu Ing-
ólfsdóttur sem er hjúkrunar-
fræðingur á Borgarsjúkra-
húsinu.
Kertaljós eftir Elínborgu.
Glerstjarnan er til komin úr
smáglerbút sem hún fékk
einu sinni í glerverksmiðju.
Stærð stjakans markaöist
af stærð stjörnunnar sem er
eins og snjókorn, sem horft
er á í gegnum stækkunar-
gler, aö sögn Elínborgar.
Grenitré, jólasería og
jólakúlur eru í hug-
um flestra eitthvað
sem tengist jólunum. Ýmsir
leita þó nýrra leiöa við jóla-
skreytingarnar eins og Ása
María Björnsdóttir hjá Smíð-
ar & skart sem skreytti „jóla-
tré“ fyrir Vikuna. Jólatréð er
blaðlaust birki og skrautið er
íslenskur listiðnaður, bæði úr
steindu gleri og leir. Pakk-
Jólsveinn eftir Sigríöi.
Árið 1990 fór Elínborg á
námskeið hjá Listgleri í
Kópavogi og byrjaði strax
eftir það að vinna úr gleri.
Hún hefur búið mikið til af
kertastjökum, glermyndum
og lampaskermum. Einnig
hefur hún gert veggmyndir
úr spegilgleri og gleri sem
nýtur sín þótt Ijós skíni ekki í
gegnum það.
Arið 1992 stóð kvenfé-
lagasambandið í Þingeyjar-
sýslu fyrir glerlistarnám-
skeiði í gamla kvennaskól-
anum á Laugum. Listgler í
Kópavogi annaðist kennsl-
una. Ásrún Aðalsteinsdóttir
var ein átta kvenna sem
sóttu námskeiðið. í framhaldi
af því setti hún, auk tveggja
annarra kvenna, á fót verk-
stæði þar sem þær vinna nú
einn dag í viku að hugðar-
efnum sínum. Ásrún býr til
margs konar smáhluti úr
gleri en áður vann hún mikið
við tauþrykk.
Sigríður segir okkur að
hún vinni mikið við alls kyns
handavinnu og hand-
verk. Fyrir rúmum
tveimur árum fór hún á
glerlistarnámskeið.
Fyrsta verkið þar var
að vinna mjög stóran
glugga úr steindu
gleri. Síðan hefur hún
búið til marga glerhluti,
bæði stóra og smáa.
Auður Ólafsdóttir lauk
námi úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum árið 1985 og
hefur aðallega helgað sig
myndverki og haldið mynd-
listarsýningar. Fyrir þremur
árum fór hún að vinna alls
konar fígúrur í leir sem hún
bakar í ofninum heima hjá
sér. Auk jólafígúranna býr
hún til sitthvað annað, til
dæmis lækna, smiði og flug-
menn og alls konar fólk bæði
í fötum og án, eins og hún
komst að orði.
Einkunnarorð verslunar-
innar Smíðar & Skart, sem
er í einu af Bláu húsunum
við Fákafen en telst þó vera
við Suðurlandsbraut, nánar
tiltekið númer 52, eru GJAF-
IR f LIT. Það má með sanni
segja að þetta skraut setur lit
á híbýli manna. Steinda gler-
ið er litríkt og þegar jólaljósin
falla í gegnum glerið kvikna
stjörnur í augum þeirra sem
á það horfa. □
82 VIKAN 12. TBL. 1994
I
HEILSAN
TEXTI: SVAVA
JÓNSDÓTTIR
BULIMIA NERVOSA
alið er að þriðjungur
allra kvenna þjáist af
„bulimia nervosa" eða
sjúklega mikilli matarlyst ein-
hvern tímann á lífsleiðinni og
er það tvisvar til þrisvar sinn-
um algengara en megrunar-
sjúkdómurinn „anorexia" eða
lystarstol. Þær konur sem
þjást af „bulimia nervosa”
borða í óhófi og losa sig síð-
an við matinn með því að
taka hægðarlyf og kasta
upp. Súkkulaði og sjoppu-
fæði nýtur mikilla vinsælda
meðal þessara kvenna.
Markmiðið getur virst vera
megrun en raunverulega
ástæðan er yfirleitt sálfræði-
leg.
Líkamleg afleiðing síend-
urtekinnar „hreinsunar" er
mikil þreyta, óreglulegar
blæðingar, þrálátur maga-
verkur og skemmd á þarma-
vöðvum. Við uppköst geta
magasýrurnar skemmt tann-
glerunginn. Þrátt fyrir sál-
fræðilega hjálp og ráðgjöf
getur það tekið marga mán-
uði að ná fullum bata.
BRJÓSTAGJÖF OG
BRJÓSTAKRABBAMEIN
Niðurstöður nýrra rann-
sókna sýna fram á að ef
kona gefur barni sínu brjóst í
að minnsta kosti fjóra mán-
uði minnka líkurnar á að hún
fái brjóstakrabba. Læknar
telja að aukahormónar, sem
myndast við brjóstagjöf,
valdi þessu.
KOMIÐ í VEG FYRIR
KRABBAMEIN
Ef borðað er mikið af fersk-
um ávöxtum og grænmeti
mínnka líkurnar á krabba-
meini. Það er því tilvalið að
borða:
- ávöxt í morgunmat
- salad í hádeginu
- a.m.k. tvær grænmetisteg-
undir með kvöldmatnum
- ávöxt á kvöldin.