Vikan - 20.12.1994, Page 96
FLEUR D'INTERDIT FRÁ
GIVENCY
llmvatnið er tileinkað yngri kynslóð-
inni og er í rauninni hugsað fyrir ungar
stúlkur á öllum aldri. „Forboðið blóm“
heitir það á íslensku og er sambland af
rósarilmi og ferskri ávaxtablöndu. Ilm-
vatnið er fáanlegt í 50 ml og 100 ml
Eau de Parfum úðaglasi. Eau de Par-
fum er stigi undir því að vera
„ekta“ ilmvatn (parfum), kall-
FARÐI FYRIR BLANDAÐA HÚÐ
FRÁ MAX FACTOR
Balancing Act Foundation heitir ’
farðinn sem ætlaður er fyrir húð sem
bæði er þurr og feit. Dæmigerð blönduð húð lýsir
sér í glansandi enni, nefi og höku sem stafar af
of mikilli framleiðslu á fitu en kinnarnar eru oft
þurrar. Farðinn frá Max Factor er bæði rakagef-
andi og dregur til sín húðfitu. Flann er ofnæsmis-
prófaður og ilmefnalaus og hann hafa prófað virt-
ir breskir húðlæknar. Farðinn fæst í fjórum mis-
munandi litum og er í hentugum umbúðum.
MISS ARPELS FRÁ VAN
CLEEF OG ARPELS
llmvatnið hönnuðu dem-
anta- og skartgripahönnuð-
irnir Van Cleef og Arpels.
Glasið á að líkjast óslípuð-
um demanti og efst á því er
tákn ástarinnar, giftingar-
hringur. Ilmvatnið er sam-
bland fínlegrar ávaxtaangan
og seiðandi blómailms
og á að
minna á ilm í
lítilli blómabúð
fullri af ilm-
andi blómum
og ferskum
ávöxtum.
ast milt ilmvatn og hefur þann eiginleika að haldast lengur á
húð án þess að súrna.
ILMVÖTN FYRIR HANA OG HANN FRÁ
GIANNI VERSACE
„Red Jeans“ fyrir hana og „Blue Jeans" fyrir hann. Daman
fær ilmvatnið sitt í rauðri flösku og herrann fær sitt í blárri og
eru þær framleiddar fyrir 75 ml.
Ilmvötnin eru fyrir ungt fólk og
er ilmurinn síður en svo yfir-
þyrmandi.
Fyrir hana er ilmurinn fágaður
og kvenlegur. Angan fresía,
vatnalilja, gardenía, bóndarósa,
fjóla og jasmína er einkennandi
fyrir „Red Jeans“.
„Blue Jeans“ er karlmannlegt
ilmvatn og frískleiki einkennir
það; rósarilmur, angan blágres-
is, jasmínar, fjólu, vanillu og
moskus.
L'ORÉAL PERFECTION
Lína sem sameinar snyrtingu og nær-
ingu húðarinnar. í L’ORÉAL Perfection
sameinast blöndun virkra lita og nærandi
efna og hver einasta vörutegund í línunni
er þróuð stig af stigi með það að mark-
miði að uppfylla kröfur sem flestra
kvenna til snyrtivara. Varalitur, naglalakk,
andlitsfarði, augna- og varablýantar,
augnskuggar, púður og maskari - allt á
að vera létt, þægilegt og endingargott; og
í mörgum tilvikum einnig ósýnilegt.
NÝ KREM FRÁ MAX FACTOR
Kremin henta öllum og eru of-
næmisprófuð, ilmefnalaus og án
allra litarefna. í nýju línunni er mild
hreinsimjólk, frískandi andlitsvatn,
augnfarðahreinsir, dagkrem, raka-
krem, næturkrem og augngel.
96 VIKAN 12.TBL. 1994