Vikan - 01.12.1996, Page 68

Vikan - 01.12.1996, Page 68
Fólk segir gjarnan aö sig varöi ekkert um tísku, það sé sjáifstætt í fata- vali og geti sjálft ákveðið útlit sitt. Allt gott er um þetta að segja en fólk áttar sig ekki á því að tískan er einmitt að stefna inn á þessa sömu braut, þ.e. að hver ákveði ímynd sína sjálfur. Tískan er því ekki að verða úrelt þó að hún sé að taka vissa stefnu- breytingu. Hér í Mílanó er þetta stöðugt umræðuefni, enda er Ítalía stórveldi í heimi hátískunnar. Má þá helst nefna tískukónginn Armani, sem trónir á toppn- um, en ekki langt á eftir fylgja honum Ferre, Ver- sace, Moschino og Romeo Gigli. Það er löngu viöurkennt að fötin, sem við klæöumst, þjóna ekki einungis notagildi heldur eru þau miðill til að tjá persónuleika okkar, ýmist á aðiaðandi eða ögrandi hátt. Þau geta einnig sagt til um hvaða þjóðfélagsstöðu við höfum og margt fleira. Fötin hafa sem sagt ómæld áhrif á þá ímynd sem aðrir hafa af okkur og á því nærist tísku- heimurinn. Tískan er því ekki eitthvað einangrað fyrirbæri, sem fáa varðar, heldur er hún nátengd þjóðfélaginu. Þegar þetta breytist verða tískuhönnuðirnir að vera vel með á nótunum til að halda velli. Breytt samfélag kallar á nýja strauma, nýtt fyrirkomu- lag sem getur jafnvel sett öfl- ugt kerfi tískuheimsins úr skorðum í framtíðinni. kúnna, og sjálft vörumerkið skipti öllu máli. Það var hægt að flokka konur í týpur eins og „Ferretýpur“ eða „Romeo Giglitýpur" og gengu þær þá í heilu settunum frá viðkom- andi hönnuði. Nú á tímum er öllu erfiðara að ná til mark- aðarins og fólk varðar ekki lengur um hvað er í tísku. Það vill sjálft ákveða hvað er fallegt og klæðilegt og geng- ur jafnvel í þeim fötum sem því finnst þægilegust. Fólk skapar sína eigin ímynd og er orðið þreytt á endurtekn- ingum tískusýninganna. Stutt eða síð pils skipta engu máli lengur. Við viljum ekki láta setja okkur í fast gervi og erum breytilegri en áður, þ.e. setjum okkur í mörg hlutverk yfir daginn. Það fer Hönnun Ferre er mjög form- ræn og glæsi- leg en ákveöin leikræn hreyf- ing einkennir hana. jafnvel eftir því í hvaða skapi við erum hverju við klæðumst hverju sinni. Sú staðlaða pers- ónuímynd, sem tískuhönnuðir höfðu áður sem fyrirmynd að viðskiptavini sínum, er því ekki til lengur. Hönnuðirnir verða að ná til ólíks markhóps sem umbreytir sér eftir því hvað við á í það og það skiptið. En það er ekki bara tískan, sem fólk hefur ekki lengur trú á, held- ur þjóðfélagið í heild sinni. Landamæri hafa þurrkast út með Evrópubandalaginu og komu Internetsins. Fólk er orðið þreytt á stjórnmálum og trúmál hafa enga þýðingu lengur. Jafnvel tæknin leiðir Undanfariö hefur Armani höföaö til frelsiskenndar hafsins með auglýsingum sínum, eins og á þessu veggspjaldi, en hönnun hans nýtur mikilla vinsælda um allan heim. ERHSKAN | ORDIN ( -ÖÍÍÍI'i MILANO ER EIN AF STORBORGUM TISK- UNNAR OG ER TÍSKUIÐNAÐURINN, OG ALLT ÞAÐ SEM HONUM FYLGIR, SÍFELLT í SVIÐSUÓSINU Á ÍTALÍU. ÁHUGAVERT ER AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ HVERT TÍSKAN STEFNIR í FRAMTÍÐINNI. UM ÞAÐ FJALLAR HILDUR INGA BJÖRNSDÓTTIR TÍSKU- HÓNNUÐUR SEM HEFUR VERIÐ BÚSETT í MILANÓ FJÖGUR UNDANFARIN ÁR. FÓLK SKAPAR EIGIN ÍMYND Á sjöunda og áttunda ára- tugnum gátu tískuhönnuðir bókstaflega ákveðið tískuna. Markaðurinn dýrkaði hönn- uðinn, sem hafði sína fasta- FEHUI Via della Spiga er fín- asta versl- unargatan í Mílanó og þangaö flykkjast út- lendingar til aö kaupa ít- alskan tískufatnaö. 68 VIKAN 4. TBL. 1996

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.