Vikan - 01.12.1996, Síða 68

Vikan - 01.12.1996, Síða 68
Fólk segir gjarnan aö sig varöi ekkert um tísku, það sé sjáifstætt í fata- vali og geti sjálft ákveðið útlit sitt. Allt gott er um þetta að segja en fólk áttar sig ekki á því að tískan er einmitt að stefna inn á þessa sömu braut, þ.e. að hver ákveði ímynd sína sjálfur. Tískan er því ekki að verða úrelt þó að hún sé að taka vissa stefnu- breytingu. Hér í Mílanó er þetta stöðugt umræðuefni, enda er Ítalía stórveldi í heimi hátískunnar. Má þá helst nefna tískukónginn Armani, sem trónir á toppn- um, en ekki langt á eftir fylgja honum Ferre, Ver- sace, Moschino og Romeo Gigli. Það er löngu viöurkennt að fötin, sem við klæöumst, þjóna ekki einungis notagildi heldur eru þau miðill til að tjá persónuleika okkar, ýmist á aðiaðandi eða ögrandi hátt. Þau geta einnig sagt til um hvaða þjóðfélagsstöðu við höfum og margt fleira. Fötin hafa sem sagt ómæld áhrif á þá ímynd sem aðrir hafa af okkur og á því nærist tísku- heimurinn. Tískan er því ekki eitthvað einangrað fyrirbæri, sem fáa varðar, heldur er hún nátengd þjóðfélaginu. Þegar þetta breytist verða tískuhönnuðirnir að vera vel með á nótunum til að halda velli. Breytt samfélag kallar á nýja strauma, nýtt fyrirkomu- lag sem getur jafnvel sett öfl- ugt kerfi tískuheimsins úr skorðum í framtíðinni. kúnna, og sjálft vörumerkið skipti öllu máli. Það var hægt að flokka konur í týpur eins og „Ferretýpur“ eða „Romeo Giglitýpur" og gengu þær þá í heilu settunum frá viðkom- andi hönnuði. Nú á tímum er öllu erfiðara að ná til mark- aðarins og fólk varðar ekki lengur um hvað er í tísku. Það vill sjálft ákveða hvað er fallegt og klæðilegt og geng- ur jafnvel í þeim fötum sem því finnst þægilegust. Fólk skapar sína eigin ímynd og er orðið þreytt á endurtekn- ingum tískusýninganna. Stutt eða síð pils skipta engu máli lengur. Við viljum ekki láta setja okkur í fast gervi og erum breytilegri en áður, þ.e. setjum okkur í mörg hlutverk yfir daginn. Það fer Hönnun Ferre er mjög form- ræn og glæsi- leg en ákveöin leikræn hreyf- ing einkennir hana. jafnvel eftir því í hvaða skapi við erum hverju við klæðumst hverju sinni. Sú staðlaða pers- ónuímynd, sem tískuhönnuðir höfðu áður sem fyrirmynd að viðskiptavini sínum, er því ekki til lengur. Hönnuðirnir verða að ná til ólíks markhóps sem umbreytir sér eftir því hvað við á í það og það skiptið. En það er ekki bara tískan, sem fólk hefur ekki lengur trú á, held- ur þjóðfélagið í heild sinni. Landamæri hafa þurrkast út með Evrópubandalaginu og komu Internetsins. Fólk er orðið þreytt á stjórnmálum og trúmál hafa enga þýðingu lengur. Jafnvel tæknin leiðir Undanfariö hefur Armani höföaö til frelsiskenndar hafsins með auglýsingum sínum, eins og á þessu veggspjaldi, en hönnun hans nýtur mikilla vinsælda um allan heim. ERHSKAN | ORDIN ( -ÖÍÍÍI'i MILANO ER EIN AF STORBORGUM TISK- UNNAR OG ER TÍSKUIÐNAÐURINN, OG ALLT ÞAÐ SEM HONUM FYLGIR, SÍFELLT í SVIÐSUÓSINU Á ÍTALÍU. ÁHUGAVERT ER AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ HVERT TÍSKAN STEFNIR í FRAMTÍÐINNI. UM ÞAÐ FJALLAR HILDUR INGA BJÖRNSDÓTTIR TÍSKU- HÓNNUÐUR SEM HEFUR VERIÐ BÚSETT í MILANÓ FJÖGUR UNDANFARIN ÁR. FÓLK SKAPAR EIGIN ÍMYND Á sjöunda og áttunda ára- tugnum gátu tískuhönnuðir bókstaflega ákveðið tískuna. Markaðurinn dýrkaði hönn- uðinn, sem hafði sína fasta- FEHUI Via della Spiga er fín- asta versl- unargatan í Mílanó og þangaö flykkjast út- lendingar til aö kaupa ít- alskan tískufatnaö. 68 VIKAN 4. TBL. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.