Menntamál - 01.12.1941, Side 4

Menntamál - 01.12.1941, Side 4
98 MENNTAMÁL Ásbjörn, andaðist árið 1935, tvítugur að aldri. Jóhann Gunnar, stúdent, stundar læknisfræði. Ólafur, skrifstofufulltrúi B. S. A., Akureyri. Sigurður, lauk prófi í Samvinnuskólanum 1940. Guðmundur, nemandi í Mentaskólanum á Akureyri. Heimili þeirra hjóna var lengst af mannmargt. Og gest- kvæmt var þar löngum og gestrisni og rausn að mæta. Enda áttu margir erindi við Benedikt. Benedikt fór úr föðurgarði 16 ára gamall og tók að vinna fyrir sér á eigin spýtur. Átta ára gamall missti hann sjón á öðru auga. Að því áfalli bjó hann alla æfi. Þegar í æsku brann Benedikt í brjósti menntaþorsti og athafnaþrá, enda var hann tápmikill og skarpgáfaður. Hann las allar bækur, sem hann komst höndum yfir og gagnrýndi efnið. Haustið 1897 fór Benedikt í Möðruvallaskóla, þá 18 ára að aldri og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám eins og til stóð. Hann sótti námið af kappi og las mikið af allskonar fróðleik auk námsbókanna. Einkum las hann fornsögurn- ar og þjóðleg fræði. En fyrst og fremst lagði hann stund á að nema móðurmálið, sem hann unni hugástum og dáðist að alla stund. Taldi hann síðar, eins og fleiri, að móðurmálskennsla J. A. Hjaltalíns skólastjóra hefði orðið sér ógleymanleg og farsæl undirstaða að sjálfsnámi síðar meir í þeirri grein. Næstu þrjú árin eftir veruna á Möðruvöllum var Bene- dikt heima í sveit sinni og stundaði kennslu á vetrum. Þrátt fyrir efnaskort hugðist hann þó halda lengra á námsbrautnni og settist því í 2. bekk Lærða skólans í Reykjavík um haustið 1902. Varð hann að hætta náminu þar eftir einn vetur sökum sjónbilunar, en las þó til 3. bekkjar heima næsta vetur.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.