Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 6
100
MENNTAMÁL
Flestir voru nemendurnir á fyrstu árum skólans búnir að
ná þeim aldri og þroska, að þeir gátu stundað tiltölulega
erfitt nám.
Kennslan var afburða góð, því að Benedikt kunni snilld-
arvel að útskýra ljóst og rökfast og gera viðfangsefnið
skemmtilegt. En snjallastur þótti hann jafnan, er hann
kenndi eftirlætisnámsgreinar sínar: málfræðina og sögu
og bókmenntasögu.
Skóli Benedikts fékk brátt orð á sig, og tóku þá yngri
nemendur að sækja skólann, enda fjölgaði þeim ungling-
um, sem barnaskólinn útskrifaði. Breyttust þá nokkuð
kennsluhættir skólans og varð á öllu meiri bragur reglu-
legs unglingaskóla.
Á fyrstu árum unglingaskóla Benedikts stundaði hann
jafnframt búskap og vann heima á sumrum að búi sínu
í Garði í Kelduhverfi. Um þær mundir tók hann að semja
skáldsögur undir rithöfundarnafninu Björn austræni og
fékkst einnig nokkuð við ljóðagerð. Sögur hans nokkrar
komu út árið 1910 og nefndi hann bókina Milli fjalls og
fjöru, og nokkrum árum síðar smásögur, Andvörp. Það
eru sveitalífssögur. Er yfir þeim fremur þungur blær, en
stíll hans er sléttur og fagur sem líðandi tær straumur.
Meðal sagna hans er undur fögur smásaga fyrir ungl-
inga: Hefnd. Birtist hún fyrst í Nýjum kvöldvökum sem
verðlaunasaga. Síðar ritaði hann kennslubók handa al-
þýðuskólum og í heimahúsum: Þjóðskipulag íslendinga.
Ýmislega fleira hefur Benedikt ritað og skal sérstaklega
bent á málfræðiritgerð, er birtist í Menntamálum, 3. árg.,
4. tbl. Hann átti meðal annars í handriti nokkra kafla af
langri skáldsögu, sem honum entist ekki aldur né heilsa
til að fullgera.
Ljóðagerð sinni hélt Benedikt að mestu leyndri og taldi
sig ekki vera ljóðskáld. En til eru þó eftir hann ljóðabrot
og heil ljóð, sem teljast mega perlur að fegurð og skáld-
skapargildi.