Menntamál - 01.12.1941, Síða 8
102
MENNTAMÁL
þá á herðum hans svo margháttuð og þung störf, að of-
vaxið mundi flestum að bera, þótt heilir væru heilsu.
En hann hafði allmörg síðari árin kennt alvarlegrar og
þvingandi heilsubilunar auk þess, sem sjón hans fór mjög
þverrandi. En hann hafði þá skapgerð, og þann starfshug
að bogna ekki, heldur bresta. — Því gekk hann að skyldu-
störfunum hvern dag hin síðustu ár gunnreifur en þjáður.
Þegar ég sá Benedikt í fyrsta sinn, sat hann í fundar-
stjórasæti á kennarafundi í Húsavík, en í Kennarafélagi
Þingeyinga var hann um langt skeið formaður.
Ég hafði heyrt hann mjög rómaðan sem kennara og
fyrirlesara og fýsti mig að sjá hann og heyra.
Nú sat hann þarna fyrirmannlegur og alvarlegur eins
og jafnan, einarður á svip og festulegur. Mér varð starsýnt
á hann, og er mér enn í fersku minni, þegar hann að af-
loknum aðalstörfum fundarins reis úr sæti og hóf erindi
sitt um móðurmálskennslu. Ég minntist þess, hversu hann
hreif hugi okkar með orðsnilld sinni og brennandi áhuga
fyrir fegrun og verndun tungunnar. Var ræða hans í senn
málfræðikennsla og hvatningarorð til okkar um að vanda
eigið mál og kennslu í íslenzku.
Ekki óraði mig fyrir því þá, að hann yrði nokkrum árum
síðar yfirmaður minn og samstarfsmaður um 20 ára skeið.
— Þarna í milli sá ég hann þó nokkrum sinnum og kynnt-
ist honum betur. —
Þess er áður getið, hve ágætur kennari Benedikt var
alla stund, og er honum einkum viðbrugðið sem kennara
í íslenzku og sögu. íslendingasögur kenndi Benedikt jafn-
an einungis í frásagnaformi í yngri deildum barnaskólans.
Var frásögn hans svo lifandi, sviprík og létt, að eldri börn
í skólanum báðu um leyfi til að hlýða á frásögn hans ef
færi gafst, og lítil börn, innan skólaskyldualdurs voru
tíðir gestir í sögutímunum og létu hvorki slæm veður né
vegalengd aftra sér.
Bezt naut þó Benedikt sín sem unglingafræðari. Hann