Menntamál - 01.12.1941, Síða 8

Menntamál - 01.12.1941, Síða 8
102 MENNTAMÁL þá á herðum hans svo margháttuð og þung störf, að of- vaxið mundi flestum að bera, þótt heilir væru heilsu. En hann hafði allmörg síðari árin kennt alvarlegrar og þvingandi heilsubilunar auk þess, sem sjón hans fór mjög þverrandi. En hann hafði þá skapgerð, og þann starfshug að bogna ekki, heldur bresta. — Því gekk hann að skyldu- störfunum hvern dag hin síðustu ár gunnreifur en þjáður. Þegar ég sá Benedikt í fyrsta sinn, sat hann í fundar- stjórasæti á kennarafundi í Húsavík, en í Kennarafélagi Þingeyinga var hann um langt skeið formaður. Ég hafði heyrt hann mjög rómaðan sem kennara og fyrirlesara og fýsti mig að sjá hann og heyra. Nú sat hann þarna fyrirmannlegur og alvarlegur eins og jafnan, einarður á svip og festulegur. Mér varð starsýnt á hann, og er mér enn í fersku minni, þegar hann að af- loknum aðalstörfum fundarins reis úr sæti og hóf erindi sitt um móðurmálskennslu. Ég minntist þess, hversu hann hreif hugi okkar með orðsnilld sinni og brennandi áhuga fyrir fegrun og verndun tungunnar. Var ræða hans í senn málfræðikennsla og hvatningarorð til okkar um að vanda eigið mál og kennslu í íslenzku. Ekki óraði mig fyrir því þá, að hann yrði nokkrum árum síðar yfirmaður minn og samstarfsmaður um 20 ára skeið. — Þarna í milli sá ég hann þó nokkrum sinnum og kynnt- ist honum betur. — Þess er áður getið, hve ágætur kennari Benedikt var alla stund, og er honum einkum viðbrugðið sem kennara í íslenzku og sögu. íslendingasögur kenndi Benedikt jafn- an einungis í frásagnaformi í yngri deildum barnaskólans. Var frásögn hans svo lifandi, sviprík og létt, að eldri börn í skólanum báðu um leyfi til að hlýða á frásögn hans ef færi gafst, og lítil börn, innan skólaskyldualdurs voru tíðir gestir í sögutímunum og létu hvorki slæm veður né vegalengd aftra sér. Bezt naut þó Benedikt sín sem unglingafræðari. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.