Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 9
MENNTAMÁL
103
var og ávallt þeirrar skoðunar, að leggja bæri mikla rækt
við fræðsluna, þegar á unglingsaldur væri komið og þroski
til námsetu væri orðinn meiri en barnsaldurinn á.
Unglingaskólinn var því alltaf óskabarn hans, þótt hann
vissi og viðurkenndi þörfina á góðri og traustri náms-
undirstöðu á barnsaldrinum.
Um skólastjórn Benedikts voru ekki einróma skoðanir.
Þótti sumum hann gefa of lausan tauminn, einkum ung-
lingum, — skólaaginn vera of lítill.
En skarpskyggni Benedikts náði lengra en til yfirborðs
hluta og málefna. — Máske mat hann ekki nógu mikils
form.og ytri venjur. En hann gekk sínar eigin götur af
sannfæringu. Að rækta hugarfar nemenda sinna og þroska
manngildi þeirra var honum fyrir öllu. Það var hin innri
menning, sem var eftirsóknarverð. Þar, sem hugurinn er
falslaus og hreinn, þar skapast fögur ytri form. Þar, sem
andinn er frjáls, verður athöfnin hófstillt. — Hann tók
með mildi á barnabrekum og ærslum, sem stöfuðu af lífs-
fjöri og lífsgleði barna og unglinga. En yfirborðsháttur,
hræsni og augnaþjónusta var honum andstyggð. Hann
þoldi ekki yfirborðsgyllingu. Á þvi tók hann þungt.
Hann var ekki boðorðamaður né banns, en með stjórn-
háttum sínum í skólanum tók hann undir og samþykkti
þessi sígildu „boð“-orð ritningarinnar: „Varðveit hjarta
þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.“.
Innan frá skyldi lífsgróðurinn koma og teygja sig upp í
ljósið. Án harðstjórnar og valdboðs skyldi vegurinn vís-
aður. Það er þegar í ljós komið, og mun þó betur sjást
síðar, að skólastjórn Benedikts var yfirleitt viturleg og
farsæl.
Samkennurum sínum reyndist Benedikt ráðhollur og
umhyggjusamur yfirmaður, ætíð reiðubúinn að greiða
götu þeirra og rétta fram hjálparhönd, er hann vissi
þess þörf. Það var gott kennurunum að standa í skjóli
hans. Hann leitaði tíðum álits kennaranna og ráða um