Menntamál - 01.12.1941, Síða 9

Menntamál - 01.12.1941, Síða 9
MENNTAMÁL 103 var og ávallt þeirrar skoðunar, að leggja bæri mikla rækt við fræðsluna, þegar á unglingsaldur væri komið og þroski til námsetu væri orðinn meiri en barnsaldurinn á. Unglingaskólinn var því alltaf óskabarn hans, þótt hann vissi og viðurkenndi þörfina á góðri og traustri náms- undirstöðu á barnsaldrinum. Um skólastjórn Benedikts voru ekki einróma skoðanir. Þótti sumum hann gefa of lausan tauminn, einkum ung- lingum, — skólaaginn vera of lítill. En skarpskyggni Benedikts náði lengra en til yfirborðs hluta og málefna. — Máske mat hann ekki nógu mikils form.og ytri venjur. En hann gekk sínar eigin götur af sannfæringu. Að rækta hugarfar nemenda sinna og þroska manngildi þeirra var honum fyrir öllu. Það var hin innri menning, sem var eftirsóknarverð. Þar, sem hugurinn er falslaus og hreinn, þar skapast fögur ytri form. Þar, sem andinn er frjáls, verður athöfnin hófstillt. — Hann tók með mildi á barnabrekum og ærslum, sem stöfuðu af lífs- fjöri og lífsgleði barna og unglinga. En yfirborðsháttur, hræsni og augnaþjónusta var honum andstyggð. Hann þoldi ekki yfirborðsgyllingu. Á þvi tók hann þungt. Hann var ekki boðorðamaður né banns, en með stjórn- háttum sínum í skólanum tók hann undir og samþykkti þessi sígildu „boð“-orð ritningarinnar: „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.“. Innan frá skyldi lífsgróðurinn koma og teygja sig upp í ljósið. Án harðstjórnar og valdboðs skyldi vegurinn vís- aður. Það er þegar í ljós komið, og mun þó betur sjást síðar, að skólastjórn Benedikts var yfirleitt viturleg og farsæl. Samkennurum sínum reyndist Benedikt ráðhollur og umhyggjusamur yfirmaður, ætíð reiðubúinn að greiða götu þeirra og rétta fram hjálparhönd, er hann vissi þess þörf. Það var gott kennurunum að standa í skjóli hans. Hann leitaði tíðum álits kennaranna og ráða um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.