Menntamál - 01.12.1941, Side 13

Menntamál - 01.12.1941, Side 13
MENNTAMÁL 107 Baraalefkvölluriim a Akureyri Barnaleikvellir eru fáir hér á landi og rekstur þeirra ófullkominn. Þeir þyrftu þó að vera til í bæjum og stærri kauptúnum. Og ef þeir væru þannig úr garði gerðir, að börnin löðuðust að þeim, væri börnunum að nokkru forðað frá óhreinum götum og allskonar óhollu slangri nokkurn tíma árs. Akureyrarbær hefur starfrækt barnaleikvöll átta undan- farin sumur. Vegna þess, að framkvæmd og tilhögun á þessum leik- velli er með þeim hætti, að hún gæti e. t. v. orðið öðrum stöðum til eftirbreytni eða fyrirmyndar á einhvern hátt, skal kennurum og öðrum lesendum Menntamála gefin stutt lýsing á henni. Marinó L. Stefánsson kennari hefur haft eftirlit og umsjón á leikvellinum öll þessi ár og á mestan þátt í mótun starfs- og leikhátta þar. En nokkrir, bæði kennarar og aðrir, hafa unnið að gæzlunni með honum. Völlurinn er láréttur, harður, grasflötur rétt norðan við bæinn. Norðurkantur er girtur hárri skjólgiðingu úr báru- járni. Á vellinum eru margar rólur, vægiásar (“sölt“), sandkassar, klifurgrindur, jafnvægisslá, steypt vöðsluþró (siglingapollur) og útmerkt leiksvæði. Þar er einnig all- stórt hús. Mestur hluti þess er vinnusalur, en í öðrum enda er geymslukompa, vatnssalerni og þvottaskál ásamt drykkjarsprautu. Leikvöllurinn hefur verið starfræktur um þriggja mán- aða tima á hverju sumri, júní, júli og ágúst, en stundum fram í miðjan september. Flest sumurin hefur hinn dag- legi tími verið frá kl. 9 að morgni tl kl. 7 að kveldi að frá-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.