Menntamál - 01.12.1941, Side 17
MENNTAMÁL
111
vinnan fjölbreytt, en að sjálfsögðu er ekki allt vel gert.
Þau klippa út og mála manna og dýramyndir, hús, rellur
og flugvélar, sem síðan er hlaupið með út á völlinn, til
þess að reyna þær, skrauthúfur og fána, sem haft er við
skrúðgöngu síðar. Svippubönd og mottur gera þau úr alla
vega litu snæri, bíla úr trékubbum, sem síðan eru notaðir
í sandkössunum, skip til að sigla á pollinum o. m. fl. Mikið
er klippt út úr myndablöðum, og á fáum dögum eru allir
veggir salsins orðnir þaktir myndum.
Ýmislegt. Tafl og spil liggur frammi til notkunar, og
stundum nokkuð af barnablöðum eða sögubókum, sem
börnin grípa til við og við. Oft segir gæzlumaðurinn sögur.
Kallar hann þá börnin saman úti eða inni alltaf á sama
tíma dagsins, og eru sögurnar vel þegnar. Ýmsu er fundið
upp á til dægradvalar og þroska: Getþrautir, hlutaveltur
og jafnvel sjónleikir! Einu sinni á sumrinu er svo stofnað
til kappleika eða íþróttamóts.
Nokkrum dögum áður en varið til undirbúnings. Mótið
hefst með skrúðgöngu og söng. Er þá völlurinn fánum
skreyttur. Síðan hefjast kappleikarnir, og eru verðlaun
veitt, en það eru litfagrar stjörnur og krossar, allt búið til
á leikvellinum. Mót þetta stendur í 2—3 daga.
Þótt frelsi megi heita kjörorð leikvallarins, þá er þó
lífið að ýmsu leyti reglubundið. Sumir þættir starfs og
leikja eiga sinn ákveðna tíma dagsins. Og fáeinar um-
gengnisreglur gilda, sem allir verða að hlýða.
Fyrir nokkrum árum heimsótti dr. Matthías Jónasson
uppeldisfræðingur leikvöllinn, og lét hann svo um mælt,
í skýrslu til fræðslumálastjóra, að barnaleikvöllur þessi
væri að ýmsu leyti til fyrirmyndar, en sérstaklega myndi
þar vera stefnt í rétta átt með því að taka svo mikið tillit
til athafnalöngunar barnanna, og sjá þeim fyrir nægum
og fjölbreyttum verkefnum.