Menntamál - 01.12.1941, Side 22
116
MENNTAMÁL
þá lá fyrir þinginu, 20 þús. króna fjárveiting til kennslu-
eftirlits. En þótt kennslumálaráðherra hefði fullan skiln-
ing á málinu og mælti eindregið með því, og sama mætti
segja um nokkra þingmanna, komst fjárhæðin þó aldrei
inn í fjárlögin á því þingi, hvað þá meira. En áður en
síðasta þing kom saman 1941, var þráðurinn aftur tekinn
upp, og sýndi þá fjármálaráðuneytið málinu þann skiln-
ing og vinsemd að setja í fjárlagafrumvarp sitt fyrir 1942
áðurnefnda fjárhæð til skólaeftirlits, og hlaut hún sam-
þykki Alþingis. Er því fyrir hendi fé til þess, að nokkurt
skólaeftirlit geti hafizt á yfirstandanda vetri.
Áhugamönnum um eftirlitið þótti þessar málalyktir mik-
il bót í bráð. En vel var þeim ljóst, að með þessu skrefi
var þó sízt meira en hálfur á land dreginn. Kom þetta
skýrt fram í ályktun, er samþykkt var á fulltrúaþingi Sam-
bands íslenzka barnakennara síðastliðið vor, þar sem bæði
var látin í ljós ánægja yfir fjárveitingunni til eftirlitsins,
en jafnframt bent á, að stærra spor yrði að stíga, ef full-
nægjandi eftirlit ætti að fást. Fjárhæðin, sem veitt var,
var of lág, og vissa er ekki um það, að sams konar fjár-
veiting verði samþykkt á næstu árum. En ekki þótti fært
að fara fram á hærri fjárhæð, né heldur að stofna í upp-
hafi föst embætti skólaneftirlitsmanna, því að þá hefði
málinu verið stefnt í fulla vonleysu.
Upphaflega var tilætlunin sú, að tveir menn önnuðust
eftirlitið í vetur og væru stöðugt á ferðinni milli barna-
skólanna. Þegar til kastanna kom, reyndust á þessu vand-
kvæði, sem ekki er unnt aö greina frá hér. Hafa því fjórir
menn verið ráðnir til starfsins og þeim verið úthlutuð
ákveðin svæði til eftirlits. Þessi skipting landsins í eftir-
litssvæði er aðeins til bráðabirgða og stærð þeirra miðuð
við þá tímalengd, er eftirlitsmennirnir, hver um sig, geta
varið til starfsins. Eftirlitssvæðin eru því misstór mjög.
Kennarar þeir, sem ráðnir hafa verið til eftirlits, eru
þessir: