Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 22
116 MENNTAMÁL þá lá fyrir þinginu, 20 þús. króna fjárveiting til kennslu- eftirlits. En þótt kennslumálaráðherra hefði fullan skiln- ing á málinu og mælti eindregið með því, og sama mætti segja um nokkra þingmanna, komst fjárhæðin þó aldrei inn í fjárlögin á því þingi, hvað þá meira. En áður en síðasta þing kom saman 1941, var þráðurinn aftur tekinn upp, og sýndi þá fjármálaráðuneytið málinu þann skiln- ing og vinsemd að setja í fjárlagafrumvarp sitt fyrir 1942 áðurnefnda fjárhæð til skólaeftirlits, og hlaut hún sam- þykki Alþingis. Er því fyrir hendi fé til þess, að nokkurt skólaeftirlit geti hafizt á yfirstandanda vetri. Áhugamönnum um eftirlitið þótti þessar málalyktir mik- il bót í bráð. En vel var þeim ljóst, að með þessu skrefi var þó sízt meira en hálfur á land dreginn. Kom þetta skýrt fram í ályktun, er samþykkt var á fulltrúaþingi Sam- bands íslenzka barnakennara síðastliðið vor, þar sem bæði var látin í ljós ánægja yfir fjárveitingunni til eftirlitsins, en jafnframt bent á, að stærra spor yrði að stíga, ef full- nægjandi eftirlit ætti að fást. Fjárhæðin, sem veitt var, var of lág, og vissa er ekki um það, að sams konar fjár- veiting verði samþykkt á næstu árum. En ekki þótti fært að fara fram á hærri fjárhæð, né heldur að stofna í upp- hafi föst embætti skólaneftirlitsmanna, því að þá hefði málinu verið stefnt í fulla vonleysu. Upphaflega var tilætlunin sú, að tveir menn önnuðust eftirlitið í vetur og væru stöðugt á ferðinni milli barna- skólanna. Þegar til kastanna kom, reyndust á þessu vand- kvæði, sem ekki er unnt aö greina frá hér. Hafa því fjórir menn verið ráðnir til starfsins og þeim verið úthlutuð ákveðin svæði til eftirlits. Þessi skipting landsins í eftir- litssvæði er aðeins til bráðabirgða og stærð þeirra miðuð við þá tímalengd, er eftirlitsmennirnir, hver um sig, geta varið til starfsins. Eftirlitssvæðin eru því misstór mjög. Kennarar þeir, sem ráðnir hafa verið til eftirlits, eru þessir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.