Menntamál - 01.12.1941, Page 23

Menntamál - 01.12.1941, Page 23
MENNTAMÁL 117 Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri við Reykjanesskólann; Bjarni M. Jónsson, kennari, nú starfsmaður fræðslumála- skrifstofunnar; , Snorri Sigfússon, skólastjóri á Akureyri; Stefán Jónsson, skólastjóri í Stykkishólmi. Eftirlitssvæði Stefáns Jónssonar er Austur-Skaftafells- sýsla og Múlasýslur báðar. Eftirlitssvæði Snorra Sigfússonar: Eyjafjarðar-, Skaga- fjarðar- og Suður-Þingeyjarsýsla og Norður-Þingeyjarsýsla austur að Öxarfjarðarheiði. Eftirlitssvæði Bjarna Jónssonar: Vestur-Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla, Árnessýsla, Gullbringu- og Kjósarsýsla og Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. Eftirlitssvæði Aðalsteins Eiríkssonar: Snæfells- og Hnappadalssýsla, Dalasýsla, Barðastrandarsýslur báðar, ísafjarðarsýslur báðar, Strandasýsla og Húnavatnssýslur báðar. Þessir menn, er nú voru nefndir, eru allir merkir skóla- menn, sem menntast hafa utan lands og innan og eiga langan og lofsamlegan kennsluferil að baki. Er því alls góðs af starfi þeirra að vænta. Embættisheiti eftirlitsmanna barnafræðslunnar er sam- kvæmt gildandi lögum: námstjói’i. Heitið felur þó ekki í sér starfið, nema að nokkru leyti. En þar sem það er lögfest og ekki völ á öðru betra, tel ég rétt að halda því. Sökum þess aö eftirlits/éd er mjög af skornum skammti getur eftirlitið ekki orðið eins náið og æskilegt væri. Hver námstjóri hefur allt of stórt svæði yfir að fara. En ákveðið er að námstjórarnir heimsæki farskólana fyrst og fremst, en því næst fasta skóla í sveitum og þorpsskóla. En barna- skólum í kaupstöðum verður alveg sleppt að þessu sinni. Þeir standa betur að vígi um ýmiskonar aðstoð og hjálp. Snorri Sigfússon hefur þegar hafið sitt eftirlitsstarf, Aðalsteinn Eiríksson og Bjarni Jónsson munu fara í eftir-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.