Menntamál - 01.12.1941, Page 28
122
MENNTAMÁL
fræðadeild séu þeir ráðnir til langskólagöngu, að svo miklu
leyti sem námsþrek endist og skotsilfur hrekkur til. En
á meðan streitast sérsólarnir við að kenna sínum nem-
endum undirstöðuatriði reiknings og íslenzkrar stafsetn-
ingar, ásamt sömu námsbókunum í almennum fræði-
greinum, sem gagnfræðadeildirnar nota. Niðurstaðan
verður sú, að gagnfræðingar telja sig jafn víga þeim sér-
menntuðu við þeirra störf og jafn réttháa til þeirra, ef
þeim þóknast eða þeir neyðast til, að drepa við fótum á
langskólabrautinni, og nemendur sérskólanna hafna
jöfnum höndum við skriftir og afgreiðslustörf,
sem ekki þarf annað til en almenna undirstöðuþekkingu
og færleik í skrift og reikningi.
Nú liggur það í hlutarins eðli, að nemendur, sem staðist
hafa eitthvert próf, telja sér í lengstu lög skylt að hag-
nýta sér þau réttindi, sem prófið veitir, sérstaklega ef
nemandinn er ungur og réttindin aðeins námsréttindi.
Gagnfræðaprófið okkar hefur því haft í för með sér mjög
mikið aukna aðsókn að lærdómsdeildum menntaskólanna,
ekki sízt eftir að það víxlspor var stigið, að stytta gagn-
fræðanámið,. Þessi aukna aðsókn er lærdómsdeildunum
vitanlega nokkurt áhyggjuefni, og hefur orðið að grípa til
þess óyndisúrræðis, að velja framhaldsnemendurna úr hópi
gagnfræðinganna með samkeppnisprófi, en skilja hina eft-
ir gersamlega réttindalausa.
Engan veginn er það útilokað, að miðskólaprófið og
gagnfræðaprófið geti verið eitt og hið sama. En þá verð-
ur að tengja við það ákveðin atvinnuréttindi, og mundi
til þess þurfa nokkra breytingu á prófinu, a. m. k. frá því,
sem gagnfræðaprófið er nú hér í Reykjavík. Hitt tel ég
þó tvímælalaust réttari stefnu, að ganga nær skólakerfinu
danska og fullkomna það í samræmi við breytta tíma.
Við eigum að taka upp miðskólaprófið, eða réttara sagt
breyta núverandi gagnfræðaprófum í almennt undirbún-
ingspróf undir alla framhaldsskóla, þar með talið mennta-