Menntamál - 01.12.1941, Page 30

Menntamál - 01.12.1941, Page 30
124 MENNTAMÁL Signrður Helga§on: Tveir da^ar í Rejkjavík Sumir segja, að fátt gerist í Reykjavík, höfuðborg íslands, og menn kvarta yfir því, að hvers- dagssvipur borgarlífsins sé allt- af sá sami eftir árstíðum, dag eftir dag og ár eftir ár. Menn nöldra um, að þeir þurfi stöðugt að fara sama stíg til vinnu sinn- ar og frá henni aftur, sjá sömu andlitin, vinna sömu störfin, alltaf sé sami tónninn í blöðun- um og sama rausið í útvarpinu, og allt þetta tilbreytingaleysi skorði hugann í sama farinu og leggi mönnum stöðugt sömu orð í munn. En getur þetta ekki verið allt harla gott. Ekki væri betra að fara eina leið til vinnu sinnar í dag og aðra á morgun. Sumir verða að gera það og finna víst hvorki í því gleði né hamingju til lengdar. Ef við fáum ekki blöð- in, kvörtum við sáran á afgreiðslum þeirra, og ef útvarps- viðtækið okkar bilar verðum við súr á svipinn, og svona mætti lengi halda áfram. — Hamingjan forði okkur frá of miklu af því óvenjulega. Og þrátt fyrir allan hversdagssvipinn á yfirborði borgar- lífsins í Reykjavík leynir sér ekki, að það á til svipbrigði, sem endurspegla stundum býsna fjölþættar hræringar hugsana og tilfinninga. Og ef skarpskyggni okkar væri nægileg mætti sennilega lesa í þeim flesta þætti alls þess

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.