Menntamál - 01.12.1941, Síða 31

Menntamál - 01.12.1941, Síða 31
MENNTAMÁL 125 innra lífs, sem þjóðin í heild sinni býr yfir, en fáir eru vel læsir á það letur. Og enginn getur neitað því, að stundum koma dagar í Reykjavík, sem ekki bera hversdagssvip. Jafnvel myndu okkur finnast þeir fleiri hér en annars staðar á þessu landi, ef við gætum borið saman. Slíka daga birtist bærinn í nýrri og óvenjulegri mynd, og mennirnir fara ofurlítinn spöl út frá hinni þekktu slóð annarra daga. Þetta gerist helzt á tyllidögum, eða þegar óvænt atvik ber að höndum. Þessa daga gerast oft athyglisverðir og merkilegir hlut- ir vænlegir til fróðleiks. Mennirnir fá viðfangsefni upp í hendurnar til að rannsaka og glíma við. Sumir hrista höfuðin yfir þeim og láta viðfangsefnin sigla sinn sjó, en aðrir fara að hugsa. Torráðnar gátur knýja á hugina, ótal spurningar vakna og ótal vafaatriði gera vart við sig. En það er segin saga um margar gátur af þessu tagi, að ó- yggjandi vissa um ráðningu þeirra gerir þeim, sem ráðning- una finna, sízt af öllu hughægara. Ef til vill er grunnurinn um það ein af ástæðunum fyrir því, að margir sneyða hjá þeim. Oft þarf hugrekki til að vilja þekkja hin sönnu rök. 1. desember 1939 var dagur óvæntra atburða hér í Reykjavík og víðar um land, jafn vel út um heim. Þessir óvæntu atburðir áttu ekki upptök sín hér, en daginn áður höfðu ógeðfelldar fréttir borizt á öldum ljósvakans utan ur heimi. Stórt herveldi sótti með miklum þunga að lítilli þjóð. Rússar höfðu ráðizt á Finna. Þetta kom að vísu ekki alveg óvænt. Frá því 12. októ- ber höfðu staðið yfir samningar milli Finna og Rússa. Blöðin höfðu flutt fregnir frá samningum þessum svo að segja á hverjum degi, og loks hafði fréttzt, að þeir væru strandaðir. Tíðindi af þessu tagi voru heldur ekki ný. Pólland var nýfallið fyrir Þjóðverjum og Rússum. Tæpu ári áður höfðu Þjóðverjar lagt Tékkóslóvakíu undir sig, þar áður Austurríki og ítalir Albaníu og Abessiníu. Nú virtist Finnland eiga að verða næsta fórnin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.