Menntamál - 01.12.1941, Page 32

Menntamál - 01.12.1941, Page 32
126 MENNTAMÁL Þessi dagur átti að verða hátíðisdagur. íslendingar ætl- uðu að halda hátíðlegan 21. afmælisdag fullveldisins. 20 sinnum hafði verið leitast við að gera daginn hátíðlegan hér i Reykjavík og allir Reykvíkingar höfðu fyrirfram nokkra hugmynd um hvernig dagurinn myndi verða, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. Þessi fyrirfram gerða hugmynd byggðist á reynslu undanfarinna ára. En svo kom þetta, sem nefnt hefur verið. Og 30. nóvember seint að kvöldi hélt Stúdentaráð Há- skólans fund. — En stúdentar höfðu undanfarið séð um aðalhátíðarhöldin 1. desember. — Þessi fundur samþykkti svohljóðandi ályktun: „Með tilliti til atburðanna í Finnlandi síðastliðinn sólarhring, hefur Stúdentaráðið ákveðið, að hátíða- höldin 1. desember falli niður. Hinsvegar skorar Stúd- endaráðið og Stúdentafélag Reykjavíkur á alla stúd- enta, eldri og yngri, að mæta við Stúdentagarðinn. en þaðan er ákveðið að fara hópgöngu til finnska ræðis- mannsins í samúðar- og virðingarskyni við finnsku þjóðina". Þessa fundarályktun birtu blöðin 1. desember, og önnur félög, sem ákveðið höfðu að halda fullveldisfagnað um kvöldið aflýstu hátíðarhöldunum, nema kommúnistar. Þeir voru óartarlegir, eins og fyrri daginn, enda áttu vinir þeirra Rússar hlut að máli. En lögreglustjóri kom í veg fyrir það alvarlega hneyksli, sem hlotist hefði af þessari ráðagerð þeirra, og bannaði þeim að halda skemmtisam- komu á þessum sorgardegi. Blöðin birtu líka ávörp til finnsku þjóðarinnar, sem mörg fín nöfn voru skráð undir, og Alþýðublaðið kom með kvæði eftir Hagalín um „Þús- und vatna landið“, þar sem hann spyr, hvað oröið sé af guði. En á tilteknum tíma fóru stúdentar að safnast saman við Stúdentagarðinn, og nálægt kl. 2 lagði fylking mikil af stað þaðan í áttina til bústaðar finnska ræðismanns-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.