Menntamál - 01.12.1941, Page 33

Menntamál - 01.12.1941, Page 33
MENNTAMÁL 127 ins. í fylkingarbrjósti voru bornir þrír fánar, fánar ís- lands og Finnlands og fáni stúdenta. Lúðrasveit var og í fararbroddi og lék hún göngulög. Niðri í bænum hafði safnast saman múgur og margmenni, stækkaði fylkingin óðum, og þegar komið var niöur að svonefndu Hafnar- húsi, þangað, sem ferðinni var heitið, voru allar götur og öll torg þar í grennd þétt skipuö fólki. Er talið, að þarna hafi verið saman kominn meiri mannfjöldi, en nokkru sinni áður hefir tekið þátt í hópgöngu hér á landi, ef til vill allt að 10 þúsundir manna. Voru nú ræður fluttar. Formaður Stúdentaráðs talaði og ræðismaður Finna. Lúðrasveitin lék þjóðsöng beggja þjóðanna og mannfjöldinn hrópaði margþúsundraddað, ferfalt húrra fyrir Finnum og ættjörð þeirra. Þarna voru menn, sem aldrei sjást skipta skapi, litverp- ir af eldmóði. Meinlausir borgarar virtust jafnvel vera í vígahug. Menn köstuðust á hvatningarorðum og ávítuðu kunningja sina, ef þeir sýndu kæruleysi, eða voru ekki nægilega gunnreifir. Rússum var bölvað í sand og ösku. Þetta var 1. desember, afmælisdagur hins íslenzka full- veldis. 70 ár, eða lengur, fórnuðu beztu menn þjóðar- innar lífi sínu og starfskröftum til að ávinna þjóð vorri þetta hnoss frelsisins, og tuttugu sinnum hafði þjóðin átt þess kost að heiðra minningu þessara manna og fagna jafnframt fengnu frelsi — unnum sigri, en aldrei hefir þjóðin notað þetta tækifæri til þvílíkrar samkomu, sem þessi var, og hún var ekki helguð íslandi, heldur er- lendri þjóð. Sömu söguna er að segja úr öðrum kaupstöðum landsins. Á Siglufirði var messað, sungið og hrópað húrra fyrir Finnum. Á Akureyri hélt stúdentafélag staðarins fund, og þá voru allir svo sammála þar, að ekki var talað um að reka neinn úr félaginu. Nei, Reykjavík var ekki með hversdagssvip. Mannsöfn- uður á götum úti, almenn hrifning og almenn andstyggð

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.