Menntamál


Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 34

Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 34
128 MENNTAMÁL á athæfi hinna margbölvuðu Rússa. Guðmóður hinna feg- urstu tilfinninga virtist allt í einu hafa gripið lýðinn. Var ástæðan sú, að menn höfðu fregið ranglæti, sem drýgt var úti í löndum? Er ekki slíkt ranglæti svo að segja dag- legur viðburður? Var þjóðin svo kærleiksrík, svo tilfinn- inganæm, svo hreinhjörtuð, að raunir Finnlands gætu snert hana og sært svo djúpt, sem virtist mega ráða af orðum og látbragði. Var tilfinning hennar fyrir réttu og röngu svona næm? Skildi hún á þennan hátt rétt smælingjanna meðal þjóðanna og kröfur þeirra um frelsi til að lifa líf- inu samkvæmt eigin ákvörðun og vilja? Ef hægt væri að svara öllum þessum spurningum ját- andi, þá væri bjart yfir framtíð hinnar íslenzku þjóðar. Samhygð með þeim, sem órétti eru beittir, kærleiksríkt hugarfar og hreinleiki hjartans, næm tilfinning fyrir rétt- læti og markviss meðvitund um rétt smælingjanna, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Allt þetta er harla gott, þegar hugur fylgir máli, en ef svo er ekki, verður það að djöfullegri hræsni andstyggilegri öllu öðru and- styggilegu. En sem betur fer þarf ekki að efast um, að ýmsir í þessum hópi hlýddu innri rödd og hrópuðu húrra fyrir Finnum af hreinum hvötum og þörf fyrir að tjá viðhorf sitt. En hvað af því, sem sást og heyrðist, var ósvikið og hvað var uppgerð að meiru eða minna leyti? Hversu mikið var sprottið af hreinni göfgi hugarfarsins og hversu mikið var árangur af starfi hræsnisfullra áróðursmanna? Hver gat svarað? Menn urðu að láta sér nægja getgáturnar og hina gömlu spurningu: Hvað er sannleikur? Enn eru nokkrar sálir, sem þrá að þekkja þig. Þegar húrrahróp samúðarinnar voru liðin út í geiminn dreifðist mannfjöldinn og eftirleikurinn hófst. Hvar sem komið var heyrðist talað um Finna, Rússa og kommún- ista. Alþýðuflokkurinn boðaði til fundar í Iðnó og stað- festi meðal annars, sem álit sitt, þá skoðun, að Sósíalista- flokkurinn á íslandi hefði svívirt saklausar, friðsamar og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.