Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 129 frelsisunnandi smáþjóðir. Félag ungra Sjálfstæðismanna, Heimdallur, lýsti líka vanþóknun sinni á kommúnistum. Hvort tveggja taar meiri keim af tækifærissinnaðri póli- tík en kærleiksríku hugarfari. 4. desember lýstu 42 al- þingismenn því yfir að þeir teldu virðingu Alþingis mis- boðið með þingsetu kommúnista, og 4 þingmenn voru reknir úr íslandsdeild „Norræna þingmannasambandsins“. Sama dag bættu stúdentar sér upp hátíðarspjöllin 1. des- ember með samkvæmi að Hótel Borg og tilheyrandi drykkjuskap. Nú líður tíminn. Það skeikar að sköpuðu fyrir veslings Finnum. Þjóðverjar leggja undir sig Danmörku og Noreg, og þá trú hef ég, að örlög þessara landa hafi ekki verið íslendingum ósárari en örlög Finnlands, en engar messur voru fluttar, engar hópgöngur farnar og engin samúðar- húrrahróp heyrðust. Og svo kemur 10. maí 1940. Sá dagur var merkilegur í sögu íslenzku þjóðarinnar og ef til vill örlaga ríkur. Mun hans minnst verða héðan af, meðan íslenzk tunga verður töluð og saga íslands lesin. Aöfaranótt 10. maí kl. um 3 sást stór flugvél á sveimi yfir Reykjavík, og seint á 4. tímanum renndu 7 herskip inn á ytri höfnina, 2 beitiskip og 5 tundurspillar. Vissu menn í fyrstu ekki hverrar þjóðar skip þessi voru, en brátt spurðist þó, að þau væru brezk. Ekki gerðu menn sér heldur almennt í fyrstu grein fyrir erindi þeirra, en það fengu menn einnig bráðlega að vita, því tæpri klukku- stund síðar lagðist einn tundurspillirinn við hafnarbakk- ann og skolbrúnn straumur brezkra hermanna rann á land. Lið þetta fór í flokkum upp í bæinn og dreifðist víðs- vegar. Voru hermenn þessir allvígalegir með byssum um öxl, nakta byssustingi og sumir höfðu meðferðis vélbyssur. Bjuggust þeir auðsjáanlega viö launsátrum og harðvítug- um götubardögum. — Ómaði nú fótatak hinna erlendu 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.