Menntamál - 01.12.1941, Page 38

Menntamál - 01.12.1941, Page 38
132 MENNTAMÁL dögum áður viðurkennt rétt okkar, sem sjálfstæðrar þjóð- ar, og staðfest yfirlýsingu þessa, með því að skipa hér sérstakan sendiherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar lagði hann fram umboð sitt, sem sendiherra Breta á íslandi, gerði grein fyrir, hvernig stæði á hertöku landsins og full- vissaði landstjórnina um, að hinn brezki herafli yrði hér ekki stundinni lengur en stríðsnauðsyn krefði, enda myndu Bretar á engan hátt hafa afskipti af stjórn landsins o. s. frv. Ríkisstjórnin sauð síðan saman mótmæli gegn her- náminu og afhenti sendiherranum, en svar Breta var komið áður en mótmælin voru samin. Þannig er í stuttu máli saga helztu viðburðanna þennan dag, að því leyti, sem snýr að innrásarhernum. En hið brezka lið lék aðeins annan þáttinn í þessum leik. Hinn þáttinn léku heimamenn, og þó að þar væri sjálfsagt farið með efnið eftir því, sem við mátti búast, verður því naumast móti mælt, að eitt og annað kom óvænt einnig frá þeirri hlið. Allan daginn var fjölmenni mikið á götum úti. Jafnvel kl. 8 um morguninn voru ýmsir komnir á kreik, sem venjulega sjást ekki fyrr en líður að hádegi. Mannfjöld- inn á götunum minnti á 1. desember. En var þetta sama fólkið? Hvar var nú eldmóður þeirra manna, sem bann- sungu Rússa fyrir að ráðast á Finna? Vissu þeir ekki, að hér var ísland lagt undir áhrif erlendra yfirráða? Eða skipti það engu máli? Fólkið glápti á hermennina með átakanlegum furðusvip. Þaö þyrptist utan um þá, þar sem þeir stóðu á verði og forvitni þess virtist óseðjandi. Fram- koma almennings minnti á sögur landkönnunarmanna um fyrstu kynni þeirra af óþekktum þjóðflokkum. Ef til vill eigum við eftir að lesa eina slíka sögu í viðbót eftir einhvern þessara manna, um hertöku Reykjavíkur. Mest bar á börnum og unglingum, en þó var margt fullorðinna manna. bæði konur og karlar í þessari forvitnisherferð gegn Bretum. Og Bretarnir unnu sér strax velvild margra

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.