Menntamál - 01.12.1941, Side 48

Menntamál - 01.12.1941, Side 48
142 MENNTAMÁL var fjórum árum eftir aldamótin 1900, sem um margt eru merkilegur áfangi í þróunarsögu íslenzkrar menningar. Það var ári seinna en ísland fékk innlendan ráðherra í fyrsta sinn. Það var tveimur árum áður en símasamband varð milli íslands og annarra landa og símakerfið var lagt yfir landið. Það var þremur árum áður en fræðslulög lands- ins gengu í gildi 1907 og tveimur árum áður en fyrsta ung- mennafélag var stofnað á íslandi (7. janúar 1906 á Akur- eyri). Svona mætti lengi telja til að sýna, að Eiríkur fæð- ist inn í líf íslenzku þjóðarinnar, þegar sérstaklega mikil gróandi er í þjóðlífinu og framfarahugsjónir íslendinga hrinda í framkvæmd fjölmörgum framfara- og menning- armálum. Þetta hefur sín áhrif á æfi Eiríks alla. Ekki einasta bernsku hans heldur og manndóms- og þroskaárin. Eiríkur var óvenju bráðþroska unglingur andlega. En hann var snemma heilsuveill. Snemma beindist hugur hans að trúmálum, að því er jafnaldri hans, nákunnugur honum i æsku, hefur sagt mér. Frá því er Eiríkur fór fyrst að skilja bækur, var hann mjög hneigður til bóknáms. Hann vildi lesa og læra. Hann vildi verða fróður, svo að hann gæti frætt aðra. Mjög snemma bar á þvi, að hann hafði yndi af að leiðbeina öðrum. Eiríkur hafði líka mikinn og góðan bókakost í uppvexti sínum. Heimilið á Hurðarbaki átti óvenjumikið af góðum bókum og Bókasafn Austur-Húnavatnssýslu var mjög nærtækt. Þegar Eiríkur var á bernskualdri, dó kennarinn í sveit- inni. Hann hafði átt stórt og gott bókasafn. Þá ræðst Jón bróðir Eiríks í að kaupa bókasafnið að hálfu á móti ná- granna sínum, Sigurgeiri Björnssyni á Orrastöðum. Þetta sýnir bókhneigð Jóns. En allir voru þeir bræður mjög fróðleiksfúsir. Jón er mannval mesta. Hann var löngum hjá Eiríki hin síðari ár og studdi hann í veikindum hans eftir megni.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.