Menntamál - 01.12.1941, Side 56
150
MENNTAMAL
Aðnlbjörg Signrðardóttir:
Hkólarnir
og' skátafélagsskapnriim
Fyrir nokkru síðan heyrði ég barnaskólakennara einn
segja eitthvað á þá leið, að það væri einkennilegt, að íólk
væri alltaf að skamma barnaskólana fyrir það, að árangur-
inn af starfi þeirra væri lítill, hvort heldur miðað væri við
bókleg fræði eða uppeldisleg áhrif. Að hinu leytinu væri
þó alltaf hrópað á skólana, ef eitthvað væri að, og þá ættu
þeir úr öllu að bæta með þeim áhrifum, sem þeir gætu
haft á börnin.
f raun og veru held ég þó, að þetta tvennskonar umtal
um starf skólanna sé sprottið af sömu rót: Trúnni á það,
að siðferðilegt og menningarlegt vald skólanna og kenn-
aranna yfir börnunum sé svo mikið, að þar eigi þjóðin
sitt sterkasta vopn til þess að skapa það ísland framtíð-
arinnar, sem við öll sjáum í hyllingum vonanna. Þess
vegna eru svo miklar kröfur gerðar til skólanna, og þess
vegna eru vonbrigðin svo sár, ef árangurinn sýnist verða
lítill. Ég er ekki í neinum vafa um, að þessi líklega ósjálf-
ráði skilningur almennings á hlutverki skólanna, er á
miklum rökum byggður. Því sárara og óviðfeldnara er
það þá líka, að ekki skuli hafa verið hugsað svo fyrir
lífsafkomu þeirrar stéttar, barnakennaranna, sem fram-
tíð þjóðarinnar á svo mikið undir, að þeir geti nokkurn
veginn áhyggjulaust gefið sig að kennslustarfinu og engu
öðru. En eins og við vitum, hefir mikið vantað á að svo
væri, og réttindi og skyldur verða hér eins og annarsstaðar
að standa í einhverju hlutfalli hvað við annað