Menntamál - 01.12.1941, Page 57

Menntamál - 01.12.1941, Page 57
MENNTAMAL 151 Flestum mun vera það ljóst, aö við íslendingar erum nú staddir á hinum örlagaríkustu tímamótum. Þær sið- ferðilegu hættur, sem steðja að æsku okkar, eru meiri en nokkru sinni fyr, og þarf ekki að fjölyrða mikið um það. Ýms ráð eru gefin til bjargar, en svo mun reynast, þegar til á að taka, að skólarnir okkar og kennararnir hljóta að verða í hinni yztu línu landvarnanna, og ef þær varnir bregðast, mun fleira á eftir fara. Þyrfti nú að fara saman skilningur hins opinbera á starfi kennarans og ábyrgðar- tilfinning og fórnfýsi kennaranna. í þessu sambandi vil ég benda á tvö atriði. Skólatímann má með engu móti stytta, eins og gert var hér á síðasta skólaári. Bezta aðhaldið, sem börnin geta haft, er skóla- gangan; um leið og þeim er sleppt á götuna, verður erfitt, ef ekki ómögulegt fyrir heimilin að hafa á þeim nokkurt taumhald. í öðru lagi: Það er hægast að hafa sambönd við heimilin og áhrif á þau í gegnum skólana. Þess vegna ætti, að minnsta kosti hér í Reykjavík, að velja kennara við hvern barnaskóla, sem sérstaklega tækju að sér þessa samvinnu við heimilin, en væri þá í þess stað fækkað nokkuð við þá kennslustundum. Mér er kunnugt um, að skólastjórar sumra skólanna, hér að minnsta kosti, mundu allshugar fegnir vilja gera þessa tilraun, ef fjárframlög fengjust til hennar, og ekki er hægt að segja, að miklu þurfi til að kosta. Það var þó annað en þetta, sem ég ætlaði að ræða sér- staklega í þessari grein. Hvað sem framlögum frá hálfu hins opinbera líður, þá veit ég það fyrir víst, að barna- kennarastéttin íslenzka gerir sér yfirleitt ljósa þá miklu ábyrgð, sem á henni hvílir, og það menningarlega átak, sem hún verður að gera til þess að skapa íslenzkri æsku ný og heibrigö viðfangsefni. Það má öllum ljóst vera, að ef forða á æskunni frá óhollum félagsskap og áhrifum, þá verður að gefa henni eitthvað annað hollara í stað- inn, því eitthvað verður hún að hafa fyrir stafni. Mig

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.