Menntamál - 01.12.1941, Side 58

Menntamál - 01.12.1941, Side 58
152 MENNTAMAL langar nú til að benda á verkefni, sem eru óþrjótandi, en útheimta vitanlega mikið starf frá hálfu kennaranna. Ég á hér við skátafélagsskapinn. Ekki alls fyrir löngu höfðu skátafélögin hér i Reykjavík sýningu á heimavinnu félaga sinna.. Þessi sýning, sem frá mínu sjónarmiði var bæði nýstárleg og merkileg, varð til þess, að ég fór að leita mér upplýsinga um starf þessara félaga og komst að þeirri niðurstöðu, að uppeldisáhrif þeirra gætu verið ómetanleg, einmitt vegna hins marg- þætta starfs, sem þau bjóða unglingum, hverjum eftir sínu upplagi og hæfileikum. Samstarf þeirra við áhuga- sama barnakennara ætti því að geta borið hinn bezta ávöxt. Núverandi skátahöfðingi íslands er dr. Helgi Tómasson. Hann er áhugamaður mikill um öll mál skátanna og ötull með afbrigðum. Hefur hann hafizt handa um ýmsar starfs- greinar og telur enga fyrirhöfn eftir sér. Dr. Helgi hefur sagt mér, að ef skátahreyfingin eigi að geta aukið áhrif sín mjög og borizt víðsvegar um landið, þá sé fyrsta skil- yrðið að fá marga nýja, áhugasama starfsmenn, sem gætu tekið að sér að vera deildarstjórar. Engin stétt væri betur til þess fallin að leggja til þessi foringjaefni, en einmitt barnakennarastéttin, og engin stofnun eðlilegra heimili fyrir skátafélögin en barnaskólar landsins. Því er það von mín, að sem flestir skólastjórar sjái sér fært, að stuðla að því að koma upp skátadeildum í skólum sínum. Ég vil nú segja nokkuð frá hinum ýmsu starfsgreinum skátafélaganna. Sýningin, sem ég gat um áðan, sýndi mjög margháttaða handavinnu unglinganna, bæði drengja og stúlkna. Auk þess höfðu þeir, sem þess óskuðu, fengið tilsögn í teikningu, „módelleringu" o. fl. listgreinum. Alls- konar íþróttir og leikir höfðu verið kenndir. Á sýning- unni sá maður börnin sjálf að vinnu og leikjum, og það var í sjálfu sér fegurra en nokkuö annað, sem hægt var

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.