Menntamál - 01.12.1941, Side 65

Menntamál - 01.12.1941, Side 65
MENNTAMÁL 159 nefnd Akureyrar og Eiríkur Sigurðsson frá barnaskóla Akureyrar og var hann formaður nefndarinnar. Einn af starfsmönnum bæjarins, Helgi Péturss, skömmt- unarstjóri, annaðist dagleg störf fyrir nefndina og var gjaldkeri hennar. Að tilhlutun nefndarinnar voru rekin 4 barnaheimili í sumar fyrir börn frá Akureyri. Þau voru þessi: Að Lundi í Öxarfirði og voru þar 19 börn — Laufahlíð í Reykjahverfi ...... 14 — — Laugalandi í Eyjafirði ........ 38 — —■ Meið'avöllum í Kelduhveríi .... 9 — Alls 80 börn Þá hefir nefndin komið fyrir 76 börnum á sveitaheimil- um. Ekki þurfti þó nefndin að greiða með öllum þessum börnum. Hafa foreldrar greitt með sumum þeirra en önn- ur unnið fyrir sér. Ennfremur styrkti nefndin 5 mæður til sumardvalar með samtals 17 börn. Auk barna þeirra, sem hér er getið, komu foreldrar sjálfir fyrir fjölda af börnum til sumardvalar í sveit. Skal nú lauslega drepið á, hverjir ráku barnaheimilin og önnuðust börnin þar. Barnaheimilið að Lundi í Öxarfirði er rekið af Degi Sigurjónssyni, kennara. Er þetta áttunda sumarið, sem hann hefir barnaheimili í skóla sínum, og er sérstaklega vinsælt. Þórður Jónsson, bóndi að Laufahlíð í Reykjahverfi hefur rekið barnaheimili nokkur undanfarin sumur. Þar er heit sundlaug tii afnota. Umsjón með börnunum þar í sumar höfðu þær kennslukonurnar frk. Sigríður Skaftadóttir og frú Svafa Stefánsdóttir, til skiptis. Forstöðukona Laugalandsskólans, frk. Dagbjört Jöns- dóttir, sá um rekstur barnaheimilisins að Laugalandi fyrir

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.