Menntamál - 01.12.1941, Side 66

Menntamál - 01.12.1941, Side 66
160 MENNTAMÁL skólanefndina. En þeir kennararnir Steinþór Jóhannsson og Tryggvi Þorsteinsson höföu umsjón með börnunum. Þar er heit sundlaug og fór börnunum mjög mikið fram að synda. Tvö þeirra luku fullnaðarprófi í þeirri grein. Þau hjón Þórey Jónsdóttir og Árni Jóhannsson að Meiðavöllum í Kelduhverfi tóku 9 börn til sumardvalar á heimili sitt. Húsakynni eru þar góð og umhverfi ánægju- legt, enda leið börnunum þar vel. Þá skal lauslega drepið á kostnaðarhliðina. Frjáls fjár- söfnun var þessi: Fjársöfnun nefndarinnar (merkjasala, blaðið „Sumardvcl“, samkomur, gjafir o. fl.) .... kr. 6655.73 Frá kvenfélaginu „Hlíf“ .................. — 1394.11 — verkakvennafélaginu „Eining“ .......... — 800.00 — Oddfellowstúkunni „Sjöfn“ ............. — 700.00 Samtals kr. 9549.84 Framlög frá foreldrum námu kr. 4519.30. Sumardvalar- nefndin og foreldrar barnanna hafa því lagt fram sam- eiginlega til þessarar starfsemi kr. 14.069,14. Allur kostn- aður varð kr. 25.230,70. Hafa Akureyrarbær og rikissjóður greitt mismuninn eða kr. 11,161.56, sinn helminginn hvor aðili. Það ég til veit, er almenn ánægja yfir sumardvöl barn- anna, bæði þeirra, er voru á barnaheimilunum og ekki síður þeirra, sem voru á sveitaheimilunum. Heilsufar var ágætt og framfarir barnanna góðar. Þyngdust börnin á barnaheimilunum að jafnaði 1,5—2 kg. yfir dvalartímann. Að lokum vil ég, fyrir hönd nefndarinnar, þakka öllum þeim, sem studdu að sumardvöl barnanna með fjárfram- lögum eða á annan hátt, og ekki síður hinum, er Önnuðust þau og báru umhyggju fyrir þeim, F. h. Sumardvalarnefndar Akureyrar, Eiríkur Sigurð'sson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.