Menntamál


Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 77

Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 77
MENNTAMÁL 171 foráttu, að persónurnar séu hversdagslegar, eins og það sé minni vandi og hljóti að vera skáldskapur á lægra stigi að lýsa hversdagslegu fólki. Ekki veröur þess vart, að höfundur freistist til í eitt einasta sinn í allri bókinni að víkja svo til orði, að ákveðnum klíkum líki betur. Hann dekrar ekki við tilfinningar lesenda sinna, á kostnað hins sanna og eðlilega. Gefur persónum sínum t. d. aldrei jarðir, eða lætur þær stofna kaupfélög, lesendum til ánægju. Hann hvikar aldrei frá skoðunum sínum eða sannfæringu, hvort sem líkar betur eða ver. Fyrsta sagan — Prófið — er frábrugðin öllum hinum að því leyti, að orðalag hennar er óljóst og framsetning öll gerð í líkinga stíl. Lesandinn er ekki laus við þá ónotatilfinningu, að fast sé ekki undir fótum, og hefði ég fremur kosið efnið í þeim búningi, sem höf. venjulega klæðir það í. Öðru máli er að gegna um næstu söguna — Ellistyrkur —■. Þar eru myndirnar skýrar og furðu sannar, gamli maðurinn gripinn beint úr umhverfi allrar alþýðu, og dóttirin líka, sem tekið hefur að sér að annast hann í ellinni. Flestir þekkja gamla menn af þessu tagi og dóttirin er miklu algengari persóna en ætla mætti. í þessari sögu lýsir höfundur því átakanlega. í fari dótturinnar fléttast saman, næst- um því broslega, umhyggjusemi, frekja og frámunalegur ruddaskapur. í fljótu bragði virðist höf. gera gys að henni, en það er öllu fremur sársauki en hæðni. Sársauki, sem sprottinn er af því, hvað mennirnir geta verið bágbornir. — Svo liðu dagar — er þriðja sagan. Þar ræður kímnin mestu. At- vik sögunnar eru ekki svo hryggileg, að lesendur geta verið höfundi sammála um, að þau séu bezt til þess fallin að brosa að þeim. Þó er eins og undir niðri kveði við tónn alvarlegri tilfinninga, eins og jafn- an í þessari bók, þar sem skopsins gætir, og sagan bregður upp mjög skýrum myndum af atvikum og persónum. Fjórða sagan — Eins og maðurinn sáir — er alvarlegri. Þar segir frá ónytjung og ræfli, sem þó er talinn nógu góður til að taka að sér trúnaðarstöðu í þjóðfélaginu. Almenningur á landi voru hefur illan grun um það, að þannig séu margar trúnaðarstöðurnar skipaðar, og sagan skýrir allvel eina ástæðuna fyrir því. Persónur sögunnar eru tvær, móðir og sonur. Móðirin er sönn mynd af þeim fórnfúsa, en jafnframt blinda kærleika, sem margar mæður eiga til. Fátækt, fá- fræði og skammsýni gera móðurást þessarar konu svo blinda, að til óheilla verður fyrir soninn. Ýmsir kunna að halda, að góðar og fagr- ar tilfinningar geti aldrei leitt til annars en góðs eins, en ekki tjáir að loka augunum fyrir staðreyndunum. — Saga þessi hefur áður birzt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.