Menntamál - 01.12.1941, Side 80

Menntamál - 01.12.1941, Side 80
174 MENNTAMÁL Hernaöarandinn í Japan. í nýskipan skólanna í Japan hefur verið tekið upp fullkomið hernaðarsnið. Þannig er skólunum skipt í deildir, sem bera nöfn úr hernaðarmáli. Eftir þessu fyrirkomulagi hefur 17 þúsund stúdent- um við hinn kunna Waseda-háskóla í Tokio verið skipt í 12 her- fylki (batalioner) og 26 liðsflokka (Companier). í lægri skólunum eru hernaðarlistir kenndar. Frá Lettlandi. Þjóðverjar ráða nú yfir Lettlandi. Þeir hafa fyrirskipað að þýzka skuli vera aðalnámsgrein í skólum landsins. Prá byrjun næsta skóla- árs er ráðgert að þýzkt skólafyrirkomulag verði upptekið. Þýzkir kenn- arar skulu kenna þýzkum börnum. / Króatíu hefur kennslumálastjórnin stofnað sérstakar deildir þýzkrar skóla- stefnu. Er þegar búið að stofna 271 þýzka skóla í fríríkinu Króatíu. Frá Rússlandi. í rússneskum útvarpsfregnum er þess getið, að kennsla hjá yngri aldursflokkum sé aukin, en börn eldri en 12 ára hverfa til starfa með fullorðna fólkinu. í verksmiðjum, þar sem 13 og 14 ára unglingar vinna, hefur náðst mikill árangur, þó að verkefnið sé hið sama og ætlað er fullorðnum. Fulltíða karlmenn eru flestir komnir í landvarn- irnar. Börn send til njósna. í fregnum frá Ítalíu er þess getið, að börn eru örvuð til þess að taka þátt í njósnum um útlendinga, sem dvelja í Ítalíu. Þannig skrifar Popolo di Rom: Það er sjálfsögð skylda hvcrs þegns þjóðfélagsins að hafa vakandi auga á fjandmönnum vorum, sem geta leynst innan- lands. Það verður jafnvel að innræta smábörnum þessa skyldu, því að hugsast getur, að útlendir „agentar" reyni að veiða þau í orðum. Minnist þess, að njósnurum getur skotið upp í ólíkustu gerfum, og verið tortrygg gagnvart öllum, sem forvitnast eftir flugvöllum, verksmiðjum, skotfærum o. s. frv. Útvarpskennsla. í Búlgaríu hafa verið gerðar tilraunir með útvarpskennslu. Kennarar eru ánægðir með árangurinn og hefur hún verið aukin í vetur.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.