Menntamál - 01.12.1941, Síða 85
MENNTAMÁL
179
Iimlendar fréttir
Útbreiðsla Menntamála.
ÞaS er hægt að gera Menntamál að allvíðlesnu riti, enda nauð--
syn fyrir kennarastéttina að vinna að slíku. í síðasta hefti hét rit-
stjórinn á unnendur Mm, að afla ritinu nýrra kaupenda. Þar var
á það bent, að æskilegt væri, að hver kennari reyndi að útvega einn
áskrifanda. — Þess skal getið, sem gert er. Skúli Þorsteinsson skóla-
stjóri sendi fyrsta bréfið og hafði útvegað 3 áskrifendur. Jónas Tóm-
asson bóksali á ísafirði bauðst til að hafa ritið til sölu og frá ísa-
firði komu 3 nýir kaupendur, í Reykjavík bættust einnig nokkrir
við. Þetta er í áttina. Hverjir verða næstu stuðningsmenn?
Ritstjóraskipti
urðu við „Æskuna" nú um áramótin. Margrét Jónssdóttir, sem
verið hefur ritstjóri um 14 ára skeið, lætur nú af störfum, en við tek-
ur Guðjón Guöjónsson skólastjóri í Hafnarfirði.
Þegar þetta er ritað (eftir áramót 1942), hafði Stórstúka íslands
haldið Margréti veglegt samsæti og fært henni gjöf sem þakklæti
fyrir gott og langt starf.
Rauði kross
Bandaríkjanna sendi Ungliðadeildum hér um 3000 jó.laböggla til út-
býtingar meðal skólabarna hér á landi, þeirra sem eru innan U. R. K. í.
Norska herstjórnin
hér á landi gaf barnaskólum Reykjavíkur um 200 þúsund vítamín-
töflur til útbýtingar meðal barna. Hafa bömin fengið 3—4 daglega
í flestum bekkjum skólanna.
Engin mjólk
hefur verið gefin í skólum Reykjavíkur í vetur, svo sem verið hefur
mörg undanfarin ár. Ekki skal í þetta sinn rætt um, hversvegna
mjólkurgjafir hafa verið látnar niður falla í ár, en ritstjóri Mennta-
mála sér ekki neina frambærilega ástæðu fyrir þessari ráðabreytni.
Um ríkisútgáfuna.
Ritstjóri Menntamála hefur jafnan verið hlyntur ríkisútgáfu skóla-
12»