Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 31
MENNTAMAL 23 hvert atriði, hreytti kennarinn í þá íúkyrðum og brigzl- yrðum, sem gerðu þá óhæfa til að hugsa, og gengu þeir stundum snöktandi frá prófborðinu.“ Þessu lík dæmi voru næsta mörg og komu jöfnum hönd- um frá góðum nemöndum sem lélegum, en hlutfallslega fá frá afburðanemöndum. Víðast hvar er erfitt að sía sjálflægnina frá dómum þessum. Dæmin hafa verið valin þannig, að þau hefðu eitthvert samkennilegt gildi. Þeim hatramlegustu hefur verið sleppt, enda eiga þau yfirleitt flóknari forsendur. Inntak þeirra er á þessa leið: Ég hata kennarann og allt, sem kemur honum við, frændur hans og vini hans, nafn hans, störf hans og áhugamál hans. Ég geng úr vegi fyrir honum og vænti einskis af honum nema rangsleitni, hvort sem ég legg mig vel fram eða ekki. Mjög ber á því, að óvild á kennara flyzt yfir á náms- grein þá eða námsgreinar, er hann kennir, en á sama hátt flyzt líka dálæti á kennaranum yfir á námsgreinar hans. Tíðast er það, að nemendur beri óvildarhug til kennara sinna vegna ranglætis við sjálfa þá, en mjög er það og tekið óstinnt upp, ef saklausir eru bornir sökum eða jafnvel látnir sæta refsingum. Oft virðast nemendur svo hörundsárir og viðkvæmir, að kennarinn kemur við snöggu blettina á þeim, þótt hann gæti fullkominnar háttvísi í starfi. En hitt er þó tíðara, að óvildin skapist vegna vanstillingar og klaufaskapar kennarans. Ekki verður ályktað neitt um það af athugunum þessum, hversu títt það er, að nemendur beri óvildarhug til kennara sinna. Fullvíst er hitt, að miklu oftar eru þeir þakklátir, og verður það rakið í næstu grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.