Menntamál - 01.03.1951, Síða 35
MENNTAMÁL
27
stöður kenna nemendum það, að mistök geta átt sér stað í
tilraunum.
Varla getur vafi á því leikið, að með nemendaæfingu
fæst að mörgu leyti betri kennsla en með útskýringar-
tilraun. Það tíðkast líka meir og meir í skólum, að húsa-
kynnum þeim, sem ætluð eru til kennslu í eðlisfræði, sé svo
fyrir komið, að þar sé bæði tilraunastofa og kennslusalur
eða báðar deildir sameinaðar, ef um litla skóla er að ræða.
Tilraunastofu á að vera haganlega fyrir komið að innan,
og ættu skólarnir að leita aðstoðar sérfróðra manna áður
en gengið er frá þeim útbúningi. Kaupum á gögnum til
nemendaæfinga á einnig að haga eftir vendilega hugsaðri
áætlun.
Þó að nemendaæfing hafi ótvíræða kosti fram yfir út-
skýringartilraun, er hvorki fært né heldur ber að stefna
að því að gera allar tilraunir með þeim hætti, að þær séu
nemendaæfingar. Tími og dýrleiki áhalda setja takmörk
að þessu leyti. Ekki eru allar tilraunir fallnar til nemenda-
æfinga, og margar tilraunir bera góðan árangur með þeirri
tilhögun, að þær séu útskýringartilraunir. Flestar mæli-
æfingar svo sem t. d. það að ákveða eðlisþyngd og bræðslu-
mark og margar rannsóknir á eiginleikum hluta svo sem
t. d. hárpípukrafti og segulmagni veita nemendum betri
færi til athugana með þeim hætti, að nemendaæfingar séu.
Úr þeim tilraunum, sem fallnar eru til nemendaæfinga,
verður kennarinn að velja með tilliti til tíma og muna um
leið, að meiri áherzlu verður að leggja á það, að nemenda-
æfingum sé vel fyrir komið og þær séu vel gerðar en hitt,
að þær séu margar. Kennari, sem enga reynslu hefur um
nemendaæfingar, verður í byrjun að haga vali sínu mjög
gætilega, og honum skal til þess ráðið að láta sér nægja
fáar og heldur umfangslitlar æfingar, þangað til hann fær
nægilega reynslu.