Menntamál - 01.03.1951, Síða 38
30
MENNTAMÁL
teikningar sínar í bækurnar, og ekki sakar að leyfa þeim
það, síður en svo.
Til að forðast misskilning skal það tekið fram, að slík
notkun teikninga, sem hér er lýst, á ekkert skylt við „krítar-
eðlisfræði“. í henni eru teikningar helztu athugunargögn-
in, en hér eru þær aðallega til þess ætlaðar, að niðurstöður
tilrauna verði teknar saman, og teikning fræðir oft hina
yngri nemendur betur en mörg orð.
Það mun ljóst, að starf kennara í eðlisfræði er svo mikið,
að það verður að vinna af miklum áhuga um fræðigrein-
ina. Kennarinn verður ekki aðeins að vera svo vel menntað-
ur í henni, að hann hafi vald á efninu, og skipuleggja
kennslustundir í tækan tíma fyrirfram, heldur verður hann
einnig að fylgjast með þróun í fræðigrein sinni bæði um
uppeldisáhrif kennslunnar og sjálfa fræðigreinina. Við
þetta bætist sá mikilvægi þáttur í starfi hans, sem er í
því fólginn, að hafa áhaldasafnið í röð og reglu, og þar
til heyrir ekki aðeins að bæta skemmdir, sem á því verða,
heldur einnig að halda safninu hreinu, en það er því mið-
ur oft vanrækt.
Áður er talað um starf kennarans í kennslustundum.
Enn skal rætt um einn þátt þess, sem sé prófun kennar-
ans, spurningar hans til nemenda. Því miður er ekki sjald-
gæft að heyra byrjað á útskýringartilraun með athugasemd
á þessa leið: Þegar ég geri það og það, gerist það og það.
Samstundis og slík athugasemd er sett fram, er áhugi meiri
hluta nemenda áreiðanlega farinn. Sú ofvæniskennd, sem
tilrauninni fylgdi, er gufuð upp. Nemendur þurfa ekki að
athuga sjálfir. Þeir þekkja orsök og afleiðingu, því að kenn-
arinn er að öllum jafnaði sæmilega áreiðanlegur maður og
engin ástæða til að efa, að einmitt það, sem hann segir
fyrir, muni gerast. Frumskilyrði þess, að nemendur athugi
sjálfir, er að engu gert. Kennarinn gerir ekki kröfur um
hæfileika þeirra til að athuga og hugsa. Ekki fæst heldur
mikill árangur af þeirri tilhögun, að þægilegt samtal fari