Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 41

Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 41
MENNTAMÁL 33 mag. próf, heldur menntun til þess aS verða kennari. Með því móti verður aðstaða kennarans gagnvart öðrum menntastéttum frjáls og sjálfstæð og kunnátta hans með öðrum hætti en allra annarra landsmanna. Það verður að vera meginregla, að hver námsgrein skól- ans sé tengd uppeldisfræðum og hagnýtu starfi t. d. jafn- framt því sem nemandanum er kennd landafræði sé hon- um kennt að kenna landafræði." Jafnframt er áherzla á það lögð, að kennaranemar eigi frjálsa aðgöngu að skólum landsins til þess að fylgjast þar með kennslu og eiga þess kost að reyna krafta sína. 1 því skyni er gert ráð fyrir að skylda skólana til þess að veita kennaranemum viðtöku. ,,Það nægir ekki að hlýða á kennslu í uppeldisfræðum. Það nægir ekki einu sinni að vilja fara að ráðum uppeldis- fræðanna — menn verða, að geta beitt þeim í hagnýtu starfi,“ segir Bomholt. Kennaraskólar mega ekki vera lexíuskólar, segir hann enn fremur. „Nemendur verða að eiga kost á frjálsu námi og sjálfstæðri vinnu . . . Markmiðið er þó ekki fyrst og fremst að mennta fagkennara, heldur að gefa nemendum færi á að stunda raunverulegt nám.“ Próf. Þegar blaðamaðurinn spyr hann, hvernig prófum muni verða háttað, svarar hann: ,,Fram að þessu hefur verið prófað í öllum kennslugrein- um. Framvegis er ætlazt til, að próf verði aðeins látin fram fara í þessum greinum: dönsku, reikningi, erlendum mál- um svo og í kjörgrein. Prófgreinar munu því fækka úr 15—16 niður í 5—6. Og engin aðaleinkunn verður gefin. Þar eð hagnýtt skólastarf er höfuðatriðið, verður gefin af skólanum sérstök umsögn um hæfni nemandans í því — og verður hún skoðuð sem vitnisburður um kennarahæfni hans.“

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.