Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 43

Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 43
MENNTAMÁL 35 SEXTUGUR: Séra Ingimar Jónsson Séra Ingimar er fæddur í Hörgsholti í Hruna- mannahreppi 15. febr. 1891. Af eigin rammleik brauzt hann til mennta, stundaði fyrst nám í Flens- borgarskóla, síðan í Kenn- araskólanum, lauk þar prófi 1913. Stúdentprófi lauk hann 1916 og guð- fræðiprófi 1920, vann í skrifstofu í Reykjavík til ársins 1922, vígðist þá prestur að Mosfelli í Grímsnesi og þjónaði því kalli fram til ársins 1928, er hann gerðist skólastjóri Gagnfræðaskólans í Rvík. (nú Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar), eða Ingimarsskólans eins og skólinn er nefndur manna á meðal, því að svo mikill hefur verið hlutur skóla- stjórans að ryðja stofnunni braut; að almenningi hefur þótt hún rétt kennd við nafn hans. Það væri vafalaust merkileg saga að segja frá því, hvernig sú stofnun hefur orðið til, og hverjar þrengingar hún hefur orðið að þola í uppvextinum, en því miður er þess ekki kostur hér.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.