Menntamál - 01.12.1958, Síða 27
MENNTAMÁL
79
á Alþingi 1887 af þeim feðgum Jóni Þórarinssyni, síðar
fræðslumálastjóra, og föður hans, Þórarni Böðvarssyni.
Það hét frumvarp til laga um menntun alþýðu, í 15 kapí-
tulum, og var 10. kapítuli um stofnun tveggja kennara-
skóla á fslandi, annars í Flensborg í Hafnarfirði, en hins
á Möðruvöllum í Hörgárdal. En á báðum þeim stöðum
voru gagnfræðaskólar fyrir. Frumvarp þetta var í flest-
um greinum langt á undan sínum tíma, og vitanlega náði
það ekki fram að ganga. Átta árum síðar var borið fram
frumvarp um stofnun kennaraskóla í Flensborg, sem líka
var fellt. Á næstu árum þar á eftir varð togstreita mikil
um það, hvort kennaraskólinn skyldi vera í Hafnarfirði
eða Reykjavík, og fleiri staðir komu til greina. Alls lá
kennaraskólafrumvarpið sjö sinnum fyrir á Alþingi, áð-
ur en það var endanlega samþykkt 14. sept. 1907.
Samkvæmt þeim lögum var Kennaraskólinn reistur hér
vorið og sumarið 1908 og var fullbúinn um haustið.
Saga skólans þessi 50 ár, sem síðan eru liðin, verður
ekki rakin hér. Það yrði of langt mál. Þess gerist líka
ekki þörf, þar sem ágrip þeirrar sögu hefur nú verið
skráð og kemur út í afmælisriti, sem er fullbúið og kem-
ur út í dag. En það er Nemendasamband skólans, sem haft
hefur forgöngu um útkomu þeirrar bókar.
Fimmtíu ár er ekki hár aldur, ekki löng saga stofnun-
ar. En þegar litið er á þær breytingar, sem orðið hafa
innan skólans og umhverfis hann, má það furðu gegna,
hversu margar og miklar þær eru. Skólahúsið sjálft er
um það bil það eina, sem stendur lítið eða ekki breytt. —
Þeim, sem nú eru á tvítugsaldri, mundi bregða í brún, ef
hægt væri að sýna þeim, hvernig hér var umhorfs, þegar
skólinn var reistur 1908. Byggð var þá engin við Laufás-
veginn sunnan Laufáss nema Gróðrarstöðin og rétt vest-
an við hana lítið hús, sem Félagsgarður hét. Bergstaða-
stræti náði þá skammt suður fyrir Njarðargötu. Skóla-
vörðuholtið allt var óbyggt, ein stórgrýtisurð. I útjaðri