Menntamál - 01.08.1968, Síða 9
MENNTAMÁL
117
undirstöðu þeirra, en gengið var samt að því vísu, að nem-
endur hefðu þegar tarnið sér grundvallarvenjur og viðhorf.
Yfirleitt var andrúmsloft hins góða skóla, eins og segja
mátti einnig um háskólana, andrúmsloft fræðimennsku, og
þau verðmæti, sem lögð var mest áherzla á, voru gildi náms-
ins, bókasafnsins og rannsóknarstofunnar fremur en gildi
markaðarins eða fundarherbergisins.
Þjóðfélagið leit að mestu með velþóknun á þá akadem-
ísku fræðslu, sem það veitti hinum fáu lærðu. Ég segi ,,að
mestu“, því að sjálfsögðu hafa alltaf verið uppi hreyfingar
fyrir enduibótum, en þegar við nú horfum um öxl, þá
vekur það furðu okkar, er við gerum okkur ljóst, hversu
margt var meðtekið þegjandi og hljóðalaust. Þar sem svo
margir ágætismenn liöfðu notið þess háttar fræðslu, þá
hneigðist fólk til að halda, að hún hlyti að vera góð. Það
reyndi aldrei á gildi hennar eða verðleika í sjálfu sér. Ef
nemandi tók ekki framförum, þá var fremur gert ráð fyrir
því, að nemandinn væri heimskur en kennslan væri slæm.
Jafnvel unga fólkið sjálft virtist dræmt til að andmæla lang-
varandi ófrelsi sínu. Það hefur sennilega litið á jietta sem
fórn fyrir forréttindi seinna meir.
Ef til vill hafa menn liaft áhyggjur af almennri menntun
þess meirihluta, sem naut ekki fræðslu í menntaskóla eða
háskóla, en fólk sætti sig þó við þá framhaldsstarfsþjálfun,
sem talið var að mætti fyllilega veita með hinum venjulegu
aðferðum iðnfræðslunnar á einn eða annan hátt. I sumum
löndum, til dæmis Þýzkalandi, voru þessar aðferðir efldar
með reglulegri fræðslu, en annars staðar, eins og í Bretlandi,
unnu margir iðnnemar einfaldlega starf sitt um tilskilinn
árafjölda og voru síðan taldir hafa lært jnað.
Þetta þjóðfélag hinna fáu útvöldu, sem við erum að
hverfa frá, liafði þrjá sérstaka þætti að geyrna, sem í sam-
ræmi liver við annan mynduðu rökrétta heild.
í fyrsta lagi var aðalmenntunarvandamálið í slíku þjóð-
félagi að velja úr nemendur. Sú tíð var löngu liðin, þegar