Menntamál - 01.08.1968, Síða 17
MENNTAMÁL
125
ingu fræðimannsins eða vísindamannsins. Ég er hræddur
um, að slík viðhorf heyri til hinni liðnu tíð þjóðfélags hinna
útvöldu. í framtíðinni mun kennsluþjálfun verða æ mikil-
vægari á öllum stigum kennslu. Þegar þjóðfélagið gerði ráð
fyrir, að aðeins fáir útvaldir nytu æðri menntunar, skipti
það ekki miklu máli, þótt aðeins lítill hluti óvenjuduglegra
drengja og stúlkna lyki námi og lifðu af hinar torskildu og
úreltu aðferðir hinna lærðu kennara sinna, en þegar nýta
þarf til fullnustu þá þjóðargreind, sem völ er á, höfum við
ekki lengur efni á að nota okkur þessar leifar hægfara aldar.
Meira að segja í háskólum sýnir vaxandi fjöldi prófessora
og kennara kennsluaðferðum áhuga. 1 mínum háskóla ber-
ast oft óskir frá ungum kennurum um námskeið í kennslu-
aðferðum. (Það er fróðlegt að taka eftir því, að rneðal lrá-
skólakennara eru það venjulega kennarar í tækni- og læknis-
fræði, sem láta í ljós mestan áhuga á kennsluaðferðum, og
kennarar í hugvísindadeildum, s'em sýna þeim minnstan
áhuga).
2. Ég mun láta þetta nægja um framlag skólamannsins
til kennslu. Við komum nú að öðrum hinna þriggja liða —
Umhverfi.
Ég hef sagt, að þróuninni yfir í nýtt þjóðfélag hafi orðið
samfara aukin áherzla í sálfræði á þátt umhverfisins i rœkt-
un greindar. Sálfræðingar hneigjast nú til að álíta, að
greind, í fyllsta skilningi |:>ess orðs, mótist raunverulega að
vissu marki í börnum, ef jjau alast upp í auðugu umhverfi
— það er að segja auðugu, að því er snertir félagsleg tengsl,
tækifæri til tjáningar og miðlunar og viðfangsefna til virkra
leikja.
Rannsóknir Jean Piaget hafa staðfest það, sem skólamenn
hafa sagt frá því um daga Froebels — að ung börn þarlnist
næstum ótakmarkaðrar reynslu á hinu hlutlæga sviði, áður
en þau geti farið inn á óhlutlægari svið hugsunar.
Ég slæ hér fram mikilli fullyrðingu, en ég hygg, að hún