Menntamál - 01.08.1968, Page 26
134
MENNTAMÁL
fái fulla greiðslu fyrir námskeiðstímann. Þurfi kennarar
að sækja fundi að vetrinum vegna hinna nýju kennsluhátta
eða tilrauna, skal tekið fullt tillit til þess við gerð stunda-
töflu viðkomandi kennara.
Þá vill þingið benda á að gefnu tilefni, að námskeið
sem þessi verði ekki takmörkuð við ákveðin fræðsluhéruð,
heldur verði öllum kennurum gefinn kostur á að sækja þau.
Þetta mætti leysa m. a. með því að halda námskeiðin í
landsfjórðungunum.
Frœðslulöggjöf, bókasöfn o. fl.
I.
20. fulltrúajíing S.I.B. felur stjórninni að skipa nú þegar
milliþinganefndir, er vinni með stjórn samtakanna að gerð
tillagna um endurskoðun á fræðslulöggjöfinni. Jafnframt
skulu nefndir á vegum samtakanna semja álitsgerðir urn
nýtt eða breytt námsefni.
Þingið fagnar því, að menntamálaráðherra liefur skipað
nefnd, sem gera skal tillögur til ráðuneytisins um skipu-
lagningu aukinnar fræðslu um þjóðernismál og kynningu
þjóðernislegra verðmæta í skyldunámsskólum landsins.
Jafnframt fagnar þingið því, að S.Í.B. og L.S.F.K. hafa
skipað nefnd til að vinna að sama málefni.
Væntir þingið þess, að unnið verði ötullega að þessu
ináli og að gott samstarf takist milli þessara nefnda.
Þingið skorar á viðkomandi yfirvöld að hraða fullsmíði
skólahúss Kennaraskóla Islands og smíði íþróttahússins.
Þingið skorar á fræðsluyfirvöld að hraða eins og unnt er
byggingu æfingaskóla við Kennaraskóla íslands. Þingið lít-
ur svo á, að auka beri æfingakennslu við Kennaraskólann,
einkum þó kennslu yngstu barnanna.
Þingið beinir því til stjórnar S.Í.B., að hún vinni ötul-
lega að framgangi þeirra ályktana milliþinganefndar í
skólamálum frá síðasta þingi, er ekki hafa fengið neina