Menntamál - 01.08.1968, Side 29
MENNTAMÁL 137
Gjöld:
Skrifstofukostnaður (laun) ...... kr. 90.000,00
Funda- og stjórnarstörf ................. — 55.000,00
Bókasafn S.Í.B........................... - 50.000,00
Fundakostnaður og risna.................. — 30.000,00
ICostnaður við fasteign.................. — 30.000,00
Pappír og prentun ....................... — 30.000,00
Ferðakostnaður á fulltrúaþing ........... — 35.000,00
Kostnaður vegna samskipta við útlönd . . — 40.000,00
Skrifstofukostnaður annar en laun .... — 30.000,00
Annar kostnaður ......................... — 25.000,00
kr. 415.000,00
Tekjuafgangur ........................ — 36.000,00
Alls kr. 451.000,00
Launa- og kjaramál
20. fulltrúaþing S.Í.B., haldið í Melaskólanum í Reykja-
vík 6.-8. júní 1968, ítrekar fyrri samþykktir kennaraþinga
um það, að laun barnakennara þurfi að hækka verulega
frá því sem nú er, svo að þeim verði gert kleift að helga
sig kennarastarfinu eingöngu. Hin mikla aukavinna kenn-
ara hlýtur að hafa neikvæð áhrif á aðalstarfið. Vinna kenn-
ara í sumarleyfum veldur því einnig, að þeim er ekki unnt
að viðhalda menntun sinni og auka hana með því að sækja
námskeið, hvorki hér á landi né erlendis. Engum er þetta
ljósara en kennurum sjálfum, en hin lágu laun neyða þá á
þessa braut, til þess að sjá sér og sínum farborða.
Þingið varar alvarlega við þessari þróun og telur, að
þetta liljóti að leiða til stöðnunar í skólamálum þjóðarinn-
ar, ef stefna hins opinbera í launamálum kennara breytist
ekki nú þegar. Allar endurbætur í skólamálum og kennslu-
háttum hljóta að grundvallast á starfi kennarans. Gefist