Menntamál - 01.08.1968, Qupperneq 30
138
MENNTAMÁL
honum ekki tóm til að sinna starfi sínu af alúð, er mark-
laust hjal að tala um endurbætur á skóla eða kennslu-
háttum.
Þingið skorar því á ríkisvaldið að endurskoða afstöðu
sína til launa- og kjaramála kennara. Jafnframt skorar
þingið á allan þann fjölda rnanna, sem hefur hug á endur-
bótum skólamála, að styðja kennarastéttina í baráttunni
fyrir bættum kjörum og beita áhrifum sínum við þá, sem
ráða launakjörum stéttarinnar.
Þingið felur sambandsstjórn að vinna markvisst að end-
urbótum í launamálum barnakennara. Sérstaklega beinir
þingið því til stjórnarinnar að vera vel á verði um hags-
muni þeirra, þegar röðun ríkisstarfsmanna í launaflokka
fer fram að lokinni þeirri endurskoðun, sem nú er unnið að.
Þingið leggur áherzlu á, að sambandsstjórn vinni að eftir-
töldum atriðum varðandi launamál stéttarinnar:
1. a) að barnakennarar taki laun samkvæmt 18. launa-
flokki, unz heildarendurmat hefur farið fram á röð-
un ríkisstarfsmanna í launaflokka,
b) að sömu laun verði greidd kennurum, sem kenna á
skyldunámsstiginu, hafi þeir sömu undirbúnings-
menntun,
2. að kennsluskylda barnakennara verði stytt og verði hin
sama á öllu skyldunámsstiginu,
3. að viðbótarmenntun, sem kennari aflar sér, verði met-
in til launahækkunar af aðilum frá kennarasamtökun-
um og fræðsluyfirvöldum,
4. að kennarar, sem stunda framhaldsnám við kennara-
skóla hér á landi eða erlendis, eigi sama rétt á námslán-
um eins og stúdentar við Háskóla íslands, og fullt tillit
verði tekið til námskostnaðar þeirra af skattayfirvöldum,
5. að skólastjórar 9 rnánaða skóla fái greiðslu vegna auka-
starfa milli kennslutímabila, er nemi einum mánaðar-
launum þeirra, sbr. greiðslur til skólastjóra 7 og 8
mánaða skóla,