Menntamál - 01.08.1968, Page 35
MENNTAMAL
143
Gíslason velkominn, en hann hefur sýnt samtökum okkar
þá vinsemd að ávarpa öll þing þeirra, síðan liann varð ráð-
herra. Hann hefur jafnan gert sér far um að kynna sér
vilja kennarastéttarinnar í þeim málum, sent hún lætur
til sín taka.
Þá vil ég einnig þakka borgarstjóra Reykjavíkur, Geir
Hallgrímssyni, fyrir þá vinsemd og rausn, sem hann hefur
sýnt þingum okkar. Þau hafa alltaf verið haldin í skóla-
húsnæði borgarinnar endurgjald,slaust og þingfull'trúar
hafa jafnan jregið góðan beina hjá borgarstjórn.
Kennaraskóli fslands minnist 60 ára afmælis síns urn
þessar mundir. Flestir núlifandi barnakennarar hafa hlotið
þar menntun sína. Þeir minnast skólans með þökk og gera
sér ljóst, að gengi skólans í framtíð ræður miklu um far-
sæld íslenzkra skólamála. Það skiptir jrví miklu máli, að
hann búi við góðar aðstæður, en húsnæði stofnunarinnar er
nú langt frá því fullnægjandi vegna stöðugrar fjölgunar
nemenda. Skjótra aðgerða er því jrörf til úrbóta. Þrátt fyrir
ýmsa örðugleika liefur skólinn hin síðari ár verið vaxandi
stofnun og batnandi, sem lofar góðu. Kennarar árna skól-
anum, skólastjóra og kennurum allra heilla.
í Sambandi íslenzkra barnakennara er nú 821 félags-
maður, allir nreð réttindi til starfs í barnaskólum, aðrir
geta ekki verið félagar. Rétt til að sækja jretta þing eiga
87 fulltrúar frá 10 kjörsvæðum, og munu jreir allir koma
til þings.
í starfsskýrslu stjórnarinnar, sem fulltrúar fá fjölritaða,
er getið þeirra mála, senr sambandsstjórn hefur haft til
nreðferðar síðastliðið kjörtínrabil. Einnig fá fulltrúar, að
þessu sinrri, lítið upplýsingarit unr réttindi og skyldur kenn-
ara. Ég spara því orð og vísa til þeirra gagna.
Undanfarið lrefur nrikið verið rætt og ritað unr íslenzk
skólamál. Sunrt hefur borið vott unr háttvísi, þekkingu og
reynslu, en Jrví miður hefur stundunr gætt yfirborðs-
mennsku, vanþekkingar og freklegra öfga.