Menntamál - 01.08.1968, Page 54
162
MENNTAMÁL
Norrænir gestir á íslandi
Tveir virðulegir gestir frá kennarasamtökunum í Noregi
og Svípjóð sátu ]>ing S. I. B. að pessu sinni, pau Anne
Brynildsrud, stjórnarmaður í Norsk Lœrerlag og Hans
Hellers, formaður Sveriges Lárarförbund.
Menntamál áttu eftirfarandi viðtöl við pau á brottfarar-
daginn.
Viðtal við Hans Hellers, formann Sveriges Lárarförbund.
— Hver hefur verið hlutdeild sænsku kennarasamtak-
anna í þróun skólamálanna í Svíþjóð?
— Við höfum þrýst á um umbætur og talið það liöfuð-
verkefni okkar að leggja á ráðin um, í hvaða átt þróun
skólamálanna ætti að stefna. Fyrst og fremst höfum við
ausið úr lindum reynslu okkar, sem kennarar í garnla
skyldunámsskólanum. Á þeim tíma, sem ég hef yfirlit yfir,
hafa þau samtök, sem ég starfa fyrir, Sveriges Lárarförbund,
og fyrirrennarar þeirra skrifað umsagnir um alla skóla-
endubótatillögurnar.
— Og hvaðan hefur frumkvæðið komið?
— Það hafa hlaðizt upp haugar af bókum og gögnum frá
ýmsum aðilum á sl. 20 árum og samhliða þessu hafa kenn-
arasamtökin lagt fram sínar tillögur, og í sambandi við
birtingu hinna ýmsu tillagna höfum við átt óteljandi við-
ræðufundi með fyrirsvarsmönnum ríkisstjómarinnar og
fræðsluyfirvöldum. Og nú síðast á þessu ári höfum við haft
til meðferðar innan samtakanna endurskoðaða útgáfu
námsskrárinnar, sem tók gildi árið 1962. Við ríiunum trú-
lega byrja að vinna eftir hinni endurskoðuðu námsskrá
handa grunnskólanum árið 1970.