Menntamál - 01.08.1968, Síða 62
170
MENNTAMAL
Skólaslit Kennaraskóla íslands
Kennaraskóla íslands var sagt npp í 60. sinn í Háskóla-
bíói þ. 10. júní s.l. I vetur stundaði nám í skólanum 671
nemandi í 27 bekkjardeildum, senr einnig var skipt í 16
fyrirlestraflokka (2—4 bekkir í hverjum), 32 gengi og 17
námsflokka í bóklegum og verklegum kjörgreinunr, þegar
svo bar undir.
Próf þreyttu 668 nemendur, þar af 5 utan skóla, og stóð-
ust 617, 19 eiga ólokið, en 32 gengu frá prófi eða féllu,
langflestir úr 1. bekk. Millibekkjaprófum luku 440 nenr-
endur, 182 úr 1. bekk, 166 úr 2. bekk og 92 úr 3. bekk.
Nemendur 2. bekkjar luku prófunr sínunr 17. nraí, en nutu
síðan vettvangskennslu í náttúrufræðum í vikutíma.
Kenrraraprófi lauk nú 151 nemandi, 75 úr almennri
deild, 65 úr stúdentadeild og 11 úr handavinnudeild. Þá
luku 26 kennarar stúdentsprófi úr hinni nýju menntadeild
skólans.
Við skólann störfuðu í vetur 26 fastir kennarar auk
skólastjóra, 54 stundakennarar og 81 lausráðinn æfinga-
kennari.
I skólaslitaræðu sinni minntist skólastjórinn, dr. Broddi
Jóhannesson, þess, að 60 ár eru liðin frá stofnun skólans.
Hann fór nokkrum orðurn um fyrstu hugmyndirnar að
stofnun skólans fyrir 80 árum og rakti síðan þróun stofn-
unarinnar, sem nánast hefur verið byltingarkennd síðasta
áratuginn, en á því tímabili hafa útskrifazt þaðan 799
kennarar, þar af 395 úr almennri deild, 304 úr stúdenta-
deild, 124 úr handavinnudeild, 3 með sérnámi í söng og
1 í skrift.
Þá vék skólastjórinn að byggingamálunum og sagði m. a.