Menntamál - 01.08.1968, Side 63
MENNTAMÁL
171
að vonir stæðu til þess, að unnt yrði að helja kennslu í
4—5 stofum ælingaskólans nýja á hausti komanda, en át'anga
þeim, sem nú er í smíðum, á að vera að fullu lokið árið
1970. Um undirbúning að reglugerð fyrir skólann og náms-
skrá sagði skólastjóri m. a.: Aðalkennurum í námsgreinum
skólans var falið að gera drög að námsskrá, hverjum í sinni
grein, en fámennur hópur kennara ásamt skólastjóra vann
að drögum að almennum ákvæðum reglugerðarinnar. Við
undirbúning námsskrárinnar, sem er veigamikill þáttur í
starfsákvæðum skólans, voru 5 meginatriði höfð sérstak-
lega fyrir sjónum:
1) Markmið og gildi námsgreinarinnar.
2) Hvert skal námsefnið vera alls, hver skal vikustunda-
fjöldinn vera, í hvaða röð og á hvaða tíma skal náminu
lokið.
3) Hvaða aðferðum skal beitt við kennsluna, hvaða
kennslutækja, m. a. hvaða bóka og hverrar sérhæfðrar nýt-
ingar á húsnæði, krefst kennslan.
4) Hvernig skal háttað eftirliti með námsefni og náms-
árangri, m. a. með það í huga, að slíkt eftirlit korni að full-
um notum án þess það trufli kennsluna, t. d. í öðrum
greinum. Undir þennan kafla falla prófin.
5) Sérstakar athugasemdir, m. a. með ldiðsjón af kjör-
frelsi, fjölgun eða fækkun námsgreina, skiptingu í deildir
og kennslustundir.
Ef menn velta þessum meginatriðum fyrir sér, verður
ljóst, hversu víðtæk þau eru og krefjast nákvæmrar íhug-
unar og mats á námsefni, kennsluaðferðum, námstíma, efn-
isröðun, kennslufræði og húsnæði — og síðast en ekki sízt
sjálfri heimspekinni, lífsskoðuninni, sem undir skal búa,
samfélagsviðhorfinu, matinu á einstaklingnum, matinu
á verðmætum. Og eigi aðeins það, heldur líka glöggri
þekkingu á undirbúningsmenntun kennaraefnanna og
námsskrá skyldustigsins.
Eftir að hafa gert grein fyrir ýmsum nýjungum í starfs-