Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 75
MENNTAMÁL
183
sömu hagsmuna að gæta, væru í sama félagi. Einnig var
þeim skýrt frá samþykktum þingsins um stofnun kennara-
samtaka. Ekkert svar barst við þessari málaleitan. Stjórn
L.S.F.K. hafði svo nokkrar óformlegar viðræður við stjórn
S.Í.B., og var loks skipuð viðræðunefnd beggja stjórnanna,
og mun hún gera athuganir á hugsanlegum leiðum til
framkvæmda. Þar sem L.S.F.K. og S.Í.B. eru stærstu aðil-
arnir að væntanlegum kennarasamtökum, þótti eðlilegast
að kanna fyrst, hvort um sameiginlegan skilning þeirra gæti
verið að ræða.
Aðrar ákvarðanir þótti ekki fært að taka á þessu stigi
málsins.
V. Húsnæði.
Það er ljóst, að ef L.S.F.K. á að gegna hlutverki sínu
verður það að eignast húsnæði. Við athugun kom það liins
vegar í ljós, að fjárhagur sambandsins var ekki það sterkur
að hægt væri að ráðast í kaup á húsnæði að sinni. Hug-
myndin var að fá húsnæði í fyrirhugaðri byggingu B.S.R.B.,
en þar sem h'klegt er, að það dragist nokkuð á langinn, er
óhjákvæmilegt annað tveggja: að taka á leigu hentugt hús-
næði eða reyna að festa kaup á húseign, þar sem nokkuð
liefur bætzt í sjóð sambandsins, þó tæplega dugi það til
stórræða. Þetta mál verður sennilega rætt sérstaklega á þing-
inu og því ekki ástæða til að fjölyrða um það hér.
VI. Sjóðsstofnun skv. lillögum frá fjáröflunarnefnd
Menningarsjóðs kennara.
Stjórn L.S.F.K. hefur ekki tekið endanlega afstöðu til
þessa máls, og er það því lagt aftur fyrir þetta þing. Það
er augljóst, að ef svona sjóður á að gegna einhverju hlut-
verki, verður í fyrsta lagi að leggja til hans mikið fé á
næstu árum, og þar sem það hlýtur að koma úr vösum með-
lima L.S.F.K. þótti sjálfsagt, að þingið gerði samþykktir