Menntamál - 01.08.1968, Síða 79
MENNTAMÁL
187
Danmerkur. Var um þetta haft samráð við F.G.R., sem tók
þátt í þeim kostnaði, sem þessu fylgdi. S.l. sumar var haldið
kennaraþing í Þrándheimi og íslenzkum kennurum boðið
að senda fyrirlesara og aðra þátttakendur.
Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri Skógaskóla, flutti þar
erindi fyrir L.S.F.K. og S.I.B. Auk þess sátu þingið 5 aðrir
fulltrúar. Menntamálaráðuneytið og 1..S.F.K. veittu nokk-
urn fararstyrk.
I sumar verður haldið sams konar þing í Kaupmanna-
höfn dagana 21.—27. júlí.
Helgi Þorláksson skólastjóri mun halda þar fyrirlestur
af hálfu L.S.F.K. og S.Í.B. Auk þess er gert ráð fyrir, að 5
fulltrúar frá L.S.F.K. sitji þingið. Stjórn L.S.F.K. ákvað
að veita lítilsháttar styrk til fararinnar. Búið er að auglýsa
Jretta fyrir nokkru, en enn hafa engar umsóknir borizt.
Norska kennarasambandið hefur lioðið L.S.F.K. og S.Í.B.
trjáplöntur að gjöf. Rétt þykir að þingið geri tillögur um,
hvernig bezt verði hagað framkvæmdum við gróðursetn-
ingu.
I sambandi við vinnudeilurnar í vetur ákvað B.S.R.B.
að hefja söfnun til styrktar þeim, sem áttu í verkföllum.
Stjórn B.S.R.B. fór jress á leit við aðildarfélögin, að þau
beittu sér fyrir söfnuninni. í santráði og samvinnu við S.Í.B.
voru sendir söfnunarlistar í flesta skóla landsins. Stjórn
L.S.F.K. samþykkti einnig að leggja fram nokkra upphæð
í söfnunina.
Skrifstofa sambandsins hefur verið opin 2 tírna á dag 4
daga vikunnar, nema í júlímánuði. Margir hafa leitað til
skrifstofunnar urn úrlausn ýmissa vandamála.
Ásmundur Kristjánsson, sem var að loknu síðasta þingi
ráðinn starfsmaður, lét af starfi um áramót vegna utan-
landsferðar, en þá var ráðinn Halldór Guðjónsson.
Hefur hann séð að miklu leyti um allan undirbúning
þessa þings.