Menntamál - 01.08.1968, Page 82
190
MENNTAMÁL
Skýrsla um starfsemi Sambands íslenzkra
barnakennara milli fulltrúaþinga 1966-1968
Sljórn.
Stjórn sambandsins skipuðu: Skúli Þorsteinsson, formað-
ur, Ingi Kristinsson, varaformaður, Þorsteinn Sigurðsson,
ritari, Gunnar Guðmundsson, féhirðir, og meðstjórnendur
Páll Guðmundsson, Þórður Kristjánsson og Svavar Helga-
son.
Þing.
Uppeldismálaþing var haldið í Reykjavík 3.-4. júní 1967
í samvinnu við Landssamband framhaldsskólakennara. Að-
almál þingsins var þjóðernið, skólinn og uppeldið. Flutti
Þórhallur Vilmundarson, prófessor, erindi um málið. Mál
Jretta hafði verið undirbúið fyrir þingið. Á vegum sam-
bandsstjórnanna var gerður spurningalisti, sem lagður var
fyrir 10—14 ára börn í nokkrum skólum landsins. Rakti
ræðumaður nokkrar helztu niðurstöður úr könnun |>ess-
ari. Á þinginu fóru einnig fram hringborðsumræður um
kennaramenntunina, og Jón E. Guðjónsson flutti stutt er-
indi um starlsemi Ríkisútgáfu námsbóka. Félagið Kennslu-
tækni efndi til sýningar á kennslutækjum í Melaskóla, og
skoðuðu kennarar sýningu Jæssa. Borgarstjóri Reykjavíkur
bauðþinginu til kaffidrykkju. Að loknu J^ingi bauð fræðslu-